Hafðu samband

Heimilisfang: Lágmúli 9, 105 Reykjavík Sími: 581-3730 Netfang: jsb@jsb.is

+354-581-3730

jsb@jsb.is

Búin að missa 45 kíló

Berglind Björgvinsdóttir 35 ára starfsmaður í íþróttahúsinu á Akranesi fór að þyngjast verulega upp úr aldamótunum. Þegar hún byrjaði á TT-námskeiði hjá Líkamsrækt JSB í janúar í fyrra var hún 126 kg. Í dag er Berglind búin að missa 45 kg og líf hennar hefur tekið algerum stakkaskiptum. Þökk sé JSB.

„Þetta er mun meira en ég þorði að vona,” segir Berglind, sem hefur ekki aðeins grennst heil ósköp, heldur hefur hún tekið gríðarlegum breytingum, ekki aðeins útlitslega heldur andlega líka að eigin sögn.

Sannfærði sjálfa sig um áhugaleysi.

“Hér áður fyrr mótaðist viðhorf mitt að miklu leyti af því hvað ég treysti mér til að gera og hvað ekki. Þannig sannfærði ég til dæmis sjálfa mig og aðra um að ég hefði engan áhuga á fjallgöngum, hreinlega af því að ég vissi að ég gæti ekki stundað þær vegna offitu. Það var svona með fleiri hluti og þetta er umhugsunarvert þegar maður fer að telja sjálfum sér trú um að hugsanlega langi mann ekki til að gera eitt og annað bara vegna þess að offitan stendur í vegi fyrir því.”

Missti 30 kg á danska kúrnum.

„Ég missti til dæmis um 30 kg árið 2006 þegar ég fór á danska kúrinn. Þegar ég hætti svo á honum kom þetta allt til baka á tvöföldum hraða og ég þyngdist um 20 kg á einu ári. Mataruppeldi er það sem virkar Það er tekið allt öðru vísi á þessu á TT-námskeiðunum,” útskýrir Berglind.

„Danski kúrinn líkt og aðrir álíka miða við að vera stöðugt að neita sér um eitthvað og taka einhverja fæðutegund út. Hjá JSB fáum við aftur á móti eins konar mataruppeldi. Við lærum að prófa okkur áfram og finnum að við eigum ákveðið val. Ég get t.d. farið í afmæli og fengið mér kökusneið án þess að finnast ég hafa sprungið á kúrnum. Hérna fæ ég upplýsingar, fræðslu og stuðning þannig að ég get unnið í þessu verkefni mínu og lært á sjálfa mig.”

Gott aðhald er málið.

„Fundirnir veita gott aðhald, líkamsræktin er frábær og kennararnir æðislegir. Allt umhverfið er mér vel að skapi. Ég finn allt í einu hvað það er gott að hreyfa sig,” segir hún og ljómar af heilbrigði.

Það sem meira er, þá er Berglind farin að stunda fjallgöngur af kappi, fer reglulega á Akrafjallið og er meðal annars búin að klífa Esjuna, Háahnjúk, Geirmundartind og hefur komist að því að hún hefur svo sannarlega áhuga á fjallgöngum, ólíkt því sem hún taldi sér trú um áður fyrr.

„Ég er léttari á vigtinni en líka í lund, sem er ómetanlegt. Ég hef sett mér lítil markmið með verðlaunum við hver 5 kílóin. Mér finnst endalaust gaman að kaupa sér nýja skó, fara í klippingu og svo framvegis með þá tilfinningu að maður eigi það skilið. Þetta eru alger kaflaskipti í lífinu og ótrúlega gaman að kynnast sjálfri sér upp á nýtt.”