Danslistarskóli JSB

Kæru JSB - ingar,

Í ljósi samkomubanns stjórnvalda vegna Covid-19 veirunnar og þeirra takmarkanna sem banninu fylgir verður Danslistarskóla JSB lokað fram yfir Páska eða þar til banninu verður aflétt.
Danskennsla er líkamlegt fag þar sem erfitt getur reynst að tryggja 2ja metra bil á milli nemenda í dansi og æfingum. Með lokuninni setjum við öryggi nemenda og aðstandenda í fyrsta sæti og tökum engar áhættur. Allir eru hvattir til að vera duglegir að hreyfa sig og æfa heimavið í samkomubanninu.
Tónlist vegna nemendasýningaatriða verður send í tölvupósti á alla hópa í vikunni. Höldum nemendasýningaratriðunum ferskum í minni, rennum yfir atriðin og æfum okkur reglulega.
Búast má við einhverjum aukaæfingum dagana 14.apríl – 16.maí en nánari upplýsingar um aukaæfingar verða sendar út þegar nær dregur.
Athugið að búið er að opna miðasöluna aftur á tix.is og vonum við að sem flestir geti tryggt sér miða og komið á sýningarinnar í maí J

Stöndum saman á þessum skrítnu og erfiðum tímum, sýnum samfélagslega ábyrgð og vinnum bug á þessari veiru. Farið vel með ykkur, sjáumst hress eftir Páska,

Kærleikskveðja
Skólatjórn og kennarar Danslistarskóla JSB

ATLANTIS

Leyndardómar eyjunnar sem hvarf.

Nemendasýningum JSB er frestað fram í maí vegna Kórónaveirunnar.

Nýjar dagsetningar eru 17.18. og 19.maí - sjá nánar hér

Vegna fjölda áskorana frá foreldrum og aðstandendum hefur verið ákveðið að fresta nemendasýningum JSB fram í maí. Sýningin verður í Borgarleikhúsinu dagana 17.18. og 19.maí en ekki í næstu viku eins og fyrirhugað var. Aðgöngumiðar sem seldir hafa verið munu að sjálfsögðu gilda á sýningarnar í maí í staðinn, nýtt sýningarplan verður tilkynnt á næstu dögum. Þó nokkuð er um að nemendur og aðstandendur séu í sóttkví þessa dagana.Til að allir geti tekið þátt í sýningunni, bæði nemendur og áhorfendur, er talið vænlegra að færa sýninguna fram í maí.

Borði á tix

Dance World Cup

Sjá nánar hér