Nemendasýning 2020

skrifað 01. maí 2020
Borði á tix

Nemendasýning JSB fellur niður í ár.

Okkur þykir sárt að tilkynna að ekki er unnt að setja nemendasýningu JSB á svið á komandi mánuðum. Borgarleikhúsið er nú að bakfæra allar greiðslur til þeirra sem keypt höfðu miða á nemendasýningar JSB. Þar sem flestallir miðar voru keyptir rafrænt er einfaldast að endurgreiða með bakfærslu á korti. Ef einhverjir greiddu miðana eftir öðrum hætti þá vinsamlegast hafið samband við miðasölustjóra Borgarleikhússins á netfangið erna@borgarleikhus.is