C1

Mikilvægar upplýsingar fyrir nemendasýningu.
Hópur: C1

Næstu æfingar:
Föstudaginn 15.mars kl.17:45 – 19:00 í sal 5 samæfing (ekki æfing kl 15:30) Miðvikudagurinn 20.mars kl 15:25 – 16:25 venjuleg æfing
Föstudagurinn 22.mars kl 15:30 – 16:30 venjuleg æfing

Hvenær á ég að mæta á sýningardaginn?
26.mars: Mæting kl 14:30 í Borgarleikhúsið 1.hæð.
Sýning kl 17 og 19.

Minni á miðasölu á www.tix.is

Mæta með:
-Svartan topp eða hlýrabol
-Svartar leggings eða íþróttabuxur (passa að þær séu alveg svartar og þröngar) -Teygjur
-Spennur
-Hársprey
-Tátiljur og/eða teip (val)
-Nesti og vatnsbrúsa

Horfa á sýningu:
Sú hefð hefur skapast hjá okkur að leyfa nemendum skólans að fá að horfa á eina sýningu dagna sem þeir eru ekki að sýna sjálfir. Þetta gefur þeim tækifæri á að upplifa stemminguna í salnum og styðja við samnemendur sína á sviðinu. Vonandi sjáum við ykkur sem flest.

Þú mátt koma og horfa á sýningu með þínum hóp: Mánudaginn 25.mars kl 17

Tekið er á móti nemendum í anddyri Borgarleikhússins 30 mín. fyrir sýningu þ.e kl.12:30 eða 16:30. Mætið stundvíslega, nafnalisti nemenda er við innganginn, nemendur þurfa ekki aðgöngumiða en við merkjum við mætingu á nafnalista.

LEIKHÚSDAGAR 24.MARS – 30.MARS, Engin kennsla er hjá jazzballetthópum vikuna sem sýningar standa yfir. Allir nemendur skólans frá 6 ára aldri taka þátt í tveimur nemendasýningum þ.e. sýna 2x sama dag. Að auki fá nemendur 6 ára og eldri að horfa á eina nemendasýningu.