D5

Góðan daginn,

Nú er allt að smella hjá okkur, stelpurnar eru mjög duglegar og atriðið okkar að fínpússast. Ég vil minna á þemaæfinguna næsta mánudag 18.mars kl 17:10 -18:10 í sal 5 en þá æfum við með Pétri Pan og sjóræningjunum og við æfum í búningum J síðan er lokaæfing fyrir sýninguna á fimmutdaginn 21.mars, venjulegur tími kl.17:10.

Varðandi sýningarplanið:
Á sýningardaginn - Mánudaginn 25.mars
Mæting kl.14:30 í Borgarleikhúsið.

Tekið er á móti nemendum bakdyramegin og þeim vísað þaðan til búningsaðstöðu (matsalur 3 hæð). Nemendur fá búninginn sinn í leikhúsinu hjá mér, Það væri frábært ef allir gætu verið í svörtum hjólabuxum eða boxer nærbuxum að öðru leiti fá þær búning á staðnum.

Hárgreiðsla: Týndu börnin eru með úfið hár, við tökum hár frá andliti með föstum fléttum hálft höfuð og svo túberum við rest. Við hjálpumst að við að flétta og auglýsi ég hér eftir fléttkonu þ.e. ef einhver mamma vill bjóða sig fram en annars erum við með aðstoðarfólk í Borgarleikhúsinu og reddum málunum. Það væri líka hægt að flétta kvöldinu áður þ.e. ef einhver getur græjað flétturnar heima. Mæta skal með hárbursta, teygjur, greiðu og hársprey.

Æfing á sviði Hópurinn fer með kennara sínum og aðstoðarfólki niður á svið og þar er tekin létt æfing.
Eftir æfingu er tími til að fara á klósett og pústa aðeins, jafnvel fá sér smá nesti s.s. banana eða eitthvað létt.

Sýningar hefjast kl.17 og 19, foreldrar horfa á alla sýninguna, ekki hafa áhyggjur af okkur baksviðs, njótið sýningarinnar. Eftir að nemendur eru búnir að sýna er farið upp í matsal og þar borðum við nesti. Munið hollt og gott nesti. Einnig má hafa með sér spil, litabækur eða eitthvað dót til að leika sér með baksviðs.

Í lok sýningar fara allir nemendur á svið og hneygja sig.
Foreldrar koma síðan að sækja nemendur bakdyrameginn eftir að seinni sýningu lýkur við verðum í matsalnum 3.hæð þar til búið er að sækja alla.

Að lokum,
Miðasalan er í fullum gangi á Tix.is og í miðasölu Borgarleikhússins s: 5688000. Vonandi eru allir búnir að næla sér í miða en ef ekki þá er um að gera að kaupa miða sem fyrst, hér er linkurinn inn á tix https://tix.is/is/event/7704/nemendaleikhus-jsb-2019/

Þetta verður stórkostleg skemmtun og mikil upplifun fyrir alla, jafnt nemendur sem áhorfendur.

Ef eitthvað er óljóst hafið þá samband
Irma s: 6617494