D6

Nemendasýning JSB - Safnalíf Kæru dansarar og foreldrar!

Hópur D6 sýnir í Borgarleikhúsinu sunnudaginn 24. mars kl. 13:00 og 15:00.

Mæting er í Borgarleikhúsið kl. 10:20 þann dag.
Tekið er á móti nemendum bakdyramegin og þaðan er þeim svo vísað til búningsaðstöðu. Nemendur fá búninginn sinn í leikhúsinu.
Æfing á sviði byrjar kl. 11:00. Mjög mikilvægt er að mæta tímanlega.

Nemendur þurfa að koma með:
- Hárbursta + hárteygjur + spennur (+ hársprey)
- Hollt og gott nesti (fyrir allan daginn!!) + vatnsbrúsa
- Litabók + liti eða spil (val - gott að hafa eitthvað til að dunda við baksviðs) - Góða skapið :)

Næstu æfingar:
- Þriðjudagur 19. mars kl. 17:20
- Laugardagur 23. mars kl. 12:30 - Síðasti tími fyrir sýningu!

Minni á miðasöluna á tix.is eða í miðasölu Borgarleikhússins.
Hópur D6 má horfa á nemendasýningu þriðjudaginn 26. mars kl. 17:00.

Tekið er á móti nemendum í anddyri Borgarleikhússins 30 mínútum fyrir sýningu, þ.e. kl. 16:30. Mætið stundvíslega. Nemendur þurfa ekki aðgöngumiða en tekin er mæting samkvæmt nafnalista við innganginn.

Kennsla hefst aftur eftir sýningu mánudaginn 1. apríl. Kennt er til 13. apríl. Páskafrí er 15.-22. apríl. Síðasti kennsludagur á vorönn er laugardagur 18. maí. Ef þið hafið einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband: helgahlins@gmail.com Hlakka til að eiga skemmtilegan dag með ykkur í leikhúsinu!