E2

Góðan daginn,

Við minnum alla á þemaæfinguna sem er föstudaginn 15.mars kl 17:45-19:00 í sal 5

Varðandi sýninguna:

Á sýningardaginn - Þriðjudaginn 26.mars

Mæting kl.15.00 í Borgarleikhúsið Tekið er á móti nemendum bakdyramegin og þeim vísað þaðan til búningsaðstöðu (matsalur 3 hæð). Nemendur fá búninginn sinn í leikhúsinu hjá mér, foreldrar eru beðnir um að hjálpa til við að klæða nemendur í búninginn, þegar nemendur eru komnir í búninginn mega foreldrar fara en ef fólk vill vera aðeins með nemendum í stemningunni þá má alveg vera með okkur þar til við förum á sviðsæfinguna.

Hárgreiðsla: Skellibjalla er með ballettsnúð í hári, best er ef nemendur geta komið tilbúnir með ballettsnúð í hári en annars greiðum við þeim í leikhúsinu. Ef hár er stutt þá þarf ekki að setja ballettsnúð en gott er að spenna hár frá andliti.

Æfing á sviði Hópurinn fer með kennurum sínum og aðstoðarfólki niður á svið og þar er tekin létt æfing.
Eftir æfingu er tími til að fara á klósett og pústa aðeins, jafnvel fá sér smá nesti s.s. banana eða eitthvað létt.

Sýningar hefjast kl.17 og 19, foreldrar horfa á alla sýninguna, ekki hafa áhyggjur af okkur baksviðs, njótið sýningarinnar.

Eftir að nemendur eru búnir að sýna (eru frekar framarlega í dagskrá) er farið upp í matsal og þar borðum við nesti. Munið hollt og gott nesti J. Einnig má hafa með sér spil, litabækur eða eitthvað dót til að leika sér með baksviðs.

Í lok sýningar fara allir nemendur á svið og hneygja sig.
Á milli sýninga kl ca 18 – 19 er velkomið að koma baksviðs og kíkja á okkur.

Foreldrar koma síðan að sækja nemendur bakdyrameginn eftir að seinni sýningu lýkur við verðum í matsalnum 3.hæð þar til búið er að sækja alla.

Að lokum,
Miðasalan er í fullum gangi á Tix.is og í miðasölu Borgarleikhússins s: 5688000. Vonandi eru allir búnir að næla sér í miða en ef ekki þá er um að gera að kaupa miða sem fyrst, hér er linkurinn inn á tix https://tix.is/is/event/7704/nemendaleikhus-jsb-2019/

Þetta verður stórkostleg skemmtun og mikil upplifun fyrir alla, jafnt nemendur sem áhorfendur.

Ef eitthvað er óljóst hafið þá samband
Dísa 862-0887 og Kara