Dans í sumar

C1-12

Kennsla hjá JSB mun hefjast að nýju þann 4.maí hjá nemendahópum sem eru á leik- og grunnskólaaldri, hópar yngri en 16 ára.

Kennt verður skv. stundaskrá til 16.maí eins og fyrirhugað var. Eftir 16.maí verður áfram dansað í JSB fram á sumar en nemendum stendur til boða að æfa frítt á sumarnámskeiðum sem kynnt verða í næstu viku. Sumarnámskeiðin eru hugsuð sem uppbót fyrir þá danstíma sem tapast hafa vegna ástandsins.

Getum varla beðið eftir að byrja aftur,
Hlökkum til að sjá ykkur 😊

Kær kveðja,

Kennarar og starfsfólk JSB