Inntökupróf haustönn 2020

AL23_20

Inntökupróf á Listdansbraut JSB verða 2. og 3. júní.

Inntökupróf framhaldsskólastig 16 og eldri.

Þriðjudaginn 2. júní kl.19:00

Danslistarskóli JSB býður upp á listdansbraut til stúdentsprófs í samstarfi við Menntaskólann í Hamrahlíð. Námið er ætlað þeim sem vilja krefjandi dansnám og stefna lengra í danslistinni. Það veitir góðan undirbúning fyrir nám á háskólastigi í danslist og tengdum greinum.

Inntökupróf grunnskólastig 12 – 14 ára (nemendur fæddir 2008,2007,2006)

Miðvikudaginn 3. júní kl.18:30

Engar forkröfur eru fyrir nám á grunnstigi en nemendur þreyta inntökupróf þar sem um takmörkuð pláss er að ræða. Ef þú ert á aldrinum 12-14 ára og langar í krefjandi og fjölbreytt listdansnám, þá er nám á listdansbraut fyrir þig.
Um að gera að skrá sig og spreyta sig.