Jazzballettnám

27872_1184935682462_1800361435_344021_4540305_n[1] Danslistarskóli JSB sérhæfir sig í jazzballett. Jazzballettnám er vinsælt og fjölbreytt dansnám sem hefur þróast á 45 ára starfsferli skólans. Jazzballettnám er tómstundamiðað og við allra hæfi. Nemendur fá góða tækniþjálfun í jazzballett og læra skemmtilega og fjölbreytta dansa. Í Jazzballettnámi er lögð áhersla á dansgleði og að nemendur stunda námið sér til ánægju. Við leggjum við áherslu á uppbyggilega og jákvæða kennsluhætti sem styrkja sjálfsmynd nemenda.

Námslýsing

Forskóli 3-5 ára: Skemmtilegt og þroskandi dansnám fyrir börn á aldrinum 3-5 ára. Dansgleði og hreyfifærni nemenda virkjuð í gegnum dans og leiki. Kennt er 1x í viku, 40.mín í senn.

Jazzballettnám frá 6 ára aldri: Kennslustundir eru 2x í viku 60 mínútur í senn. Kennsluefni miðast við aldur og þroska nemenda. Nemendur taka svo þátt í glæsilegri nemendasýningu í Borgarleikhúsinu í lok skólaársins.

Dansþjálfunin

Eftirfarandi þættir liggja til grundvallar dansþjálfuninni:

 • Samhæfing líkamshreyfinga
 • Jazz- og nútímadanstækni (blönduð tækni)
 • Klassískur ballett
 • Styrktar-og liðleikaþjálfun
 • Mismunandi dansstílar eins og street jazz, lyrical jazz, musical jazz ofl.
 • Dansspuni og leikræn tjáning
 • Danssmíði
 • Tónskynjun og túlkun hreyfinga við tónlist
 • Dansverkefni byggð á ofangreindum þáttum
 • Nemendur taki þátt í Nemendaleikhúsi skólans

Markmið

Árangursmarkmið eru einstaklingsbundin og miðuð við aldur og þroska nemandans. Viðmið eru eftirfarandi:

 • Nemandi fái tilfinningu fyrir samhæfingu líkamshluta í hreyfingu
 • Nemandi upplifi dansgleði
 • Nemandi fái nokkuð gott vald á réttri líkamsbeitingu og líkamsstöðu miðað við danstækniæfingar og þjálfunaræfingar
 • Nemandi öðlist skilning á og tilfinningu fyrir algengustu og mikilvægustu danstækniæfingum
 • Hreyfingar nemanda öðlist fágun og hann fái getu til að nýta sér danstækni í dansi
 • Nemandi öðlist líkamsstyrk og liðleika
 • Nemandi hafi á færi sínu túlkun og leikræna tjáningu í dansi
 • Nemandi þjálfist í að samhæfa tónlist og hreyfingar
 • Nemandi skynji umhverfi sitt og rými í hreyfingu og geti dansað í hóp eftir fyrirskipuðu mynstri og formi
 • Nemandi öðlist getu til að semja stutt dansbrot við tónlist sem tekur u.þ.b 11/2 mínútu. Dansbrotið byggist á eigin hugmynd og reyni á sköpunarhæfni, túlkun og tjáningu nemandans (frá 10 ára)
 • Nemandi dansi á leiksviði og taki virkan þátt í undirbúingsvinnu vegna sýningar

Öflugt félagsstarf

Yfir veturinn hafa nemendur JSB tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum viðburðum innan skólans ásamt því að taka þátt í sýningum við ýmis tækifæri. Meðal fastra viðburða í skólastarfi má nefna eftirfarandi:

 • Unglist
 • Opið hús í desember
 • Gistinætur
 • Nemendasýningar í Borgarleikhúsinu
 • Sýningar á Barnamenningarhátíð
 • Leikhúsferð á Íslenska dansflokkinn
 • Árshátið unglingadeildar
 • Dansferð JSB
 • Útskriftarsýningar listdansbrautar

Við erum með hópa fyrir bæði framhaldsnemendur og nýnema

 • 3-5 ára eða E hópar sem æfa 1x í viku
 • 6-7 ára eða D hópar sem æfa 2x í viku
 • 8-9 ára eða D hópar sem æfa 2x í viku
 • 10-12 ára eða C hópar sem æfa 2x í viku
 • 13-15 ára eða B hópar sem æfa 2x í viku
 • 16+ eða A hópar sem æfa 3x í viku

Skráning í dansnám er rafræn. Umsóknarform er hægt að nálgast hér. Leiðbeiningar um skráningu má finna hér

Við leggjum okkur fram við að flokka vel í hópa og því geta nemendur ekki skráð sig beint í hóp. Nemandi skráir sig sem framhaldsnemandi/nýnemi og við finnum svo flokk fyrir hann sem hæfir hans aldri og getu. Hann fær svo tövlupóst með þeim upplýsingum eftir að stundaskrá birtist.

Nánari upplýsingar gefa irma@jsb.is og sandra@jsb.is og í síma 581-3730.