Leiðbeiningar fyrir skráningu

Leiðbeiningar fyrir skráningarkerfi JSB

ATHUGIÐ MIKILVÆGT. SKRÁNING HEFUR AÐEINS FARIÐ Í GEGN EF ÞÚ FÆRÐ TÖLVUPÓST MEÐ STAÐFESTINGU TIL ÞÍN STUTTU EFTIR SKRÁNINGU.

leid1

1.Þegar komið er inná www.jsb.is þá er valið umsókn í skólann.

leid2

2. Þá kemur upp þessi gluggi. Munið að byrja á því að samþykkja skilmála, áður en haldið er áfram. Skráning er lokuð þar til búið er að samþykkja skilmála. Þá er hægt að ýta á myndina island.is (merkt með gulu)

leid3

3.Hér notar þú íslykilinn þinn eða rafræn skilríki til þess að skrá þig inn.

leid4

4. Þá opnast þessi gluggi. Hér kemur yfirlit yfir helstu skipanir.

Mínir iðkendur: þar birtast upplýsingar um þig og þá úr fjölskyldunni sem búið er að vikja. Lengst til hægri í hverri línu er hægt að smella á námskeið/flokkar í boði. Þar fer skráning fram. Aðeins birtast þau námskeið sem eru í boði fyrir viðkomandi aldur og kyn

Mín skráning: sýnir þína persónulegu skráningu, þar er hægt að breyta grunnupplýsingum og lykilorði

Nýr iðkandi: smelltu á nýr iðkandi til þess að skrá barn eða maka inn í kerfið. Í fellilistanum birtast allir sem teljast til þinnar fjölskyldu samkvæmt þjóðskrá, maki og börn undir 18 ára. Veldu nafn og smelltu á áfram. Grunnupplýsingar eru úr þjóðskrá en bæta þarf við netfangi og síma. Ýtið á skrá til að staðfesta skráningu

leid5 leid6

5.Skráning nemenda.

Á síðunni Mínir iðkendur er aftast í hverri línu boðið uppá Námskeið/flokkar í boði. Verið í réttri línu og smellið á krækjuna. Þá birtast öll námskeið og flokkar sem viðkomandi getur skráð sig í. Velið námskeið eða flokk og smellið á skráningu á námskeið aftast í línunni.

leid7

6.Staðfesting námskeiðs og greiðsla

Skráið hér niður upplýsingar og setjið inn greiðslukortaupplýsingar. Ef upphæð er 0kr þarf ekki að skrá niður greiðsluupplýsingar Hakið hér við staðfesta skilmála og ýtið á staðfestingarsíða.

leid8

Hér verður að skrá greiðslu til að ganga frá skráningu.

Athugið þó að námskeið kosti 0kr þá verður að skrá greiðslu hér.

leid9

7.Skráður á námskeið á nú að standa fyrir aftan námskeiðið sem var verið að greiða.

Frístundastyrkur RVK

Hakið við að nota frístundastyrk í skráningu nemanda Þegar hakað er við að nota frístundastyrk þá millifærist styrkinn sjálfkrafa og dregst frá gjaldinu. Halda þá áfram og ganga frá eftirstöðvum greiðslu.

Nánari upplýsingar og frekari aðstoð er hægt að fá í síma 5813730 mili 10-13 alla virka daga.