Viðburðadagatal JSB

Kennsla hefst að nýju skv. stundaskrá mánudaginn 6.janúar!

Vorönn 2020

Mánudagur 6.janúar. Kennsla hefst á nýju ári.

Janúar - þjálfunardagar - Styrktar- og tækniþjálfun í fyrirrúmi, samhliða henni eru stífar æfingar fyrir nemendasýningar.

Sunnudagur 9.febrúar
Undankeppni Dance World Cup í Eldborgarsal Hörpu. Allir að mæta og hvetja keppnislið JSB til dáða.

15. - 21.mars
Leikhúsdagar - hefðbundin kennsla liggur niðri hjá jazzballetthópum. Kennsla hefst aftur hjá jazzballetthópum skv. stundaskrá mánudaginn 23.mars.

Prófundirbúningur á Listdansbraut
Nemendur á Listdansbraut JSB fá frí fyrstu tvo kennsludaga eftir nemendasýningu. Kennt verður frá 20.mars skv. stundaskrá á listdansbraut.

30.mars – 4.apríl og 30.apríl -5.maí
Próf á framhaldsskólastigi listdansbrautar (áætluð próftímabil).

5. – 14.apríl – Páskafrí.

15.apríl – kennsla hefst eftir Páskafrí.

21. apríl
Opnunardagur Barnamenningarhátíðar. Danslistarskóli JSB tekur þátt í listdanssýningu FÍLD í Hörpu á Barnamenningarhátíð, nánar auglýst síðar.

6.-13.maí
Próf á grunnstigi listdansbrautar.

16.-17. maí
Inntökupróf á Listdansbraut JSB, skráning í inntökupróf hefst eftir Páska. Nánar auglýst þegar nær dregur.

17. – 19.maí.

Nemendasýningar JSB á Stóra sviði Borgarleikhússins.
Allir nemendur skólans taka þátt í nemendasýningunni. Takið dagana frá!

19.maí
Útskriftarsýning og útskrift af framhaldsskólastigi Listdansbrautar JSB. Gestadansarar á útskriftarsýningu eru yngstu nemendur á listdansbraut skólans ásamt nemendum úr keppnisliði JSB í Dance World Cup.

Síðasti kennsludagur á vorönn er laugardagurinn 16.maí