Skólareglur JSB

  • Allir skulu vera stundvísir og mæta ávallt á réttum tíma.

  • Tilkynna ber forföll beint til umsjónarkennara, sjá netfangaskrá kennara hér

  • Mæta skal í æfingarfötum í tíma. Í jazzballett skal mæta í jazzbuxum eða leggings. Að ofan erum við í ballettbol eða lycra topp/stuttermabol. Til fótana erum við í jazzballettskóm.

  • Hár skal alltaf verið tekið frá andliti og bundið upp ef það er sítt.

  • Ekki má vera með tyggigúmí eða mat í tíma.

  • Slökkva skal á farsímum.

  • Vel skal gengið um húsakynni og hafa skal alla framkomu til fyrirmyndar. Munið að raða útiskóm og ganga vel um búningsherbergin.

  • Taka skal verðmæti með sér inn í tíma. Allir sem koma með verðmæti með sér, gera það á eigin ábyrgð.