Umgengnisreglur

Umgengnisreglur í húsakynnum JSB þegar kennsla hefst að nýju 4.maí

1. Nemendur mæta 5 mínútum fyrir áætlaðan kennslutíma og yfirgefa húsnæði strax að danstíma loknum.

2. Nemendur mæta tilbúnir í æfingafötum, aðgengi að búningsklefum takmarkast við yfirhafnir, öll fataskipti fara fram heima. Ekki er leyfilegt að nota sturtur og salernsinotkun skal haldið í lágmarki.

3. Foreldrum er ekki heimilt að bíða á göngum meðan á kennslu stendur. Erfitt getur reynst að halda 2ja metra reglu fullorðinna í setustofu, því eru vinsamleg tilmæli til foreldra yngri barna að fylgja nemendum einungis að andyri og sækja nemendur í andyri strax að lokinni kennslu. Kennarar munu taka á móti nemendum í andyrir 5 mínútum fyrir danstíma sem og fylgja nemendum að andyri í lok kennslu.

4. Nemendum verður hleypt út 5 mínútum fyrr úr tíma þar sem kennarar munu sjá um að fylgja nemendum fram í andyri að tíma loknum (á við 8 ára og yngri).

5. Munum handþvottinn og notkun spritts. Húsakynni JSB eru þrifin og sótthreinsuð daglega en allir eru beðnir um að virða reglur um sóttvarnir “Við erum öll almannavarnir”. Sprittum hendur eða þvoðum eftir snertingu við gólf, ballettstangir og aðra snertifleti sem snertir eru.

6. Ef nemendur eru með kvefeinkenni eða finna fyrir slappleika þá er best að vera heima.

7. Mætum með bros á vör og hlökkum til 😊