Starfsfólk

Ástrós Guðjónsdóttir

fullsizeoutput_424

Ástrós hefur verið danskennari hjá Danslistarskóla JSB síðan árið 2015. Hún hóf dansnám við skólann sex ára gömul og útskrifaðist þaðan af Nútímalistdansbraut árið 2015. Að loknu námi sínu hjá JSB fór hún og stundaði nám á Samtímadansbraut við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með BA gráðu í janúar 2019.

Ástrós hefur tekið þátt í fjölmörgum verkefnum ýmist sem dansari eða danshöfundur. Á yngri árum dansaði Ástrós í Þjóðleikhúsinu í leikritinu ,,Ævintýri í Latabæ”. Nýlegasta verkefni hennar var sem dansari og danshöfundur í Eurovision með hljómsveitinni Hatari ásamt því að ferðast og dansa með þeim á ýmsum viðburðum. Einnig sá Ástrós um sviðshreyfingar og dans í söngleiknum ,,RENT” í uppsetningu Herranætur í Gamla Bíó með leikstjóranum Guðmundi Felixsyni.