Starfsfólk

Ásdís (Dísa) Ingvadóttir

þórdís

Ásdís hóf nám hjá JSB árið 1986 og lauk dansaraprófi þaðan árið 2000. Hún hóf kennslu hjá JSB 1998 og kennt við skólan síðan. Hún tók námskeið í "release dance technique" hjá Jeremy Nelson í London 2002 og var við dansnám hjá ÍD '02-'03.

Ásdís hefur sett upp dansverk á nemendasýningum hjá JSB frá 1999. Hún var danshöfundur á nemendasýningu Verzlunarskóla Íslands '05 á Welcome to the jungle og við uppsetningu Þjóðleikhúsins á Óvitunum.

Ásdís hefur dansað í ótal dansverkum, auglýsingum, kvikmyndum og söngleikjum. Hún dansaði í öllum sýningum Dansleikhúsins frá 2002-2005, á Reykjavík Dance Festival 2002 og á Assemble í Noregi 2001. Hún sýndi svo verkið Vita á Waldorf Astoria í New York 2003.