Starfsfólk

Gerður Guðjónsdóttir

GerðurBW-listdans

Gerður Guðjónsdóttir hóf kennslu við Danslistarskóla JSB árið 2010. Hún hóf dansnám við skólann 6 ára gömul og útskrifaðist af listdansbrautinni árið 2011, hún lauk einnig stúdentsprófi af Náttúrufræðibraut við Menntaskólann í Kópavogi það sama ár. Gerður er lærður samtímadansari og útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands vorið 2015.

Gerður hefur tekið þátt í fjölda mörgum sýningum og viðburðum bæði sem dansari og danshöfundur. Þar má nefna sýningarnar Vorblótið og EMO1995 hjá Íslenska Dansflokknum, Private Pussy eftir Sveinbjörgu Þórhallsdóttur og Steinunni Ketilsdóttur, A life in Muscle eftir Tony Vezich, Kvennasóló 2014 verk eftir Ólöfu Ingólfsdóttur o.m.fl. Þá hefur hún sett upp verk fyrir nemendasýningar JSB, útskriftarverkið Mínímí og einnig tekið upp og dansað í stuttmyndum.