Starfsfólk

Guðmunda Pálmadóttir

IMG_8535

Guðmunda byrjaði að æfa jazzballett árið 2001 hjá JSB. Árið 2006 færði hún sig yfir á listdansbraut, en það var sama ár og listdansbrautin byrjaði hjá JSB. Á sama tíma stundaði hún nám við Verslunarskóla Íslands og lauk svo þaðan stúdentsprófi. Eftir fjögur ár á listdansbraut útskrifaðist hún vorið 2010 með diplóma. Á skólagöngunni í JSB tók hún þátt í öllum nemendasýningum og fleiri uppfærslum eins og Unglist. Eftir þetta lá leiðin til Oslo í Noregi. Þar hóf hún nám við skólann Norges Dansehøyskole. Efitr 3 ár útskrifaðist hún þaðan með BA í jazzdansi og kennsluréttindi í jazzballett og ballett. Á skólagöngunni í NDH dansaði hún í mörgum verkum eftir mismunandi danshöfunda.

Öll þrjú árin í NDH hafði hún verknám þar sem að hún kenndi jazzballett og ballett á mismundani stigi. Hún hóf að kenna jazzballett hjá JSB árið 2009 og er nú komin aftur eftir námið erlendis og kennir bæði jazzballett og ballett við skólann.

email: gpalmadottir@gmail.com

sími: 696 8017