Starfsfólk

Katrín Gunnarsdóttir

Katagunnars

Katrín lærði nútímadans við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist með BA gráðu í kóreógrafíu frá ArtEZ listaháskólanum í Hollandi árið 2008. Hún hefur starfað við sviðslistir hér heima og erlendis í fjölda verkefna.

Sem dansari hefur Katrín unnið fyrir Sögu Sigurðardóttur, Ernu Ómarsdóttur & Shalala, Kris Verdonck, Witte van Hulzen og Sander Breure ásamt fleirum. Katrín hefur einnig dansað í auglýsingum og tónlistarmyndböndum.

Katrín var höfundur og dansari í sólóverkinu Saving History sem frumsýnt var á Reykjavík Dance Festival 2014 og var meðal annars sýnt á danshátíðinni Tanzfest Basel í Sviss og Stamsund sviðslistahátíðinni í Noregi. Árið 2015 samdi hún sólóverkið Macho Man sem sýnt var á Reykjavík Dance Festival, leiklistarhátíðinni Lókal og Act Alone einleikjahátíðinni á Suðureyri. Katrín var höfundur dansverksins Kvika sem sett var upp í samstarfi við Þjóðleikhúsið vorið 2016. Meðal annarra verka má nefna Coming Up og PLANE í samstarfi við Melkorku Sigríði Magnúsdóttur og Shake me, Kandíland og Úps! með Hreyfiþróunarsamsteypunni.

Verk hennar hafa vakið verðskuldaða athygli hér heima og erlendis. Hún hlaut Grímuna sem dansari ársins 2017 fyrir sýninguna Shades of History. Katrín hefur sýnt verk sín ì öllum helstu leikhúsum landsins og víðsvegar um Evrópu. Katrín hefur hlotiđ tilnefningar til Grímunnar sem danshöfundur ársins fyrir dansverkin Kviku, Macho Man og Shades of History, og hefur einnig veriđ tilnefnd til Menningarverðlauna DV.

Katrín hefur einnig samið sviðshreyfingar fyrir leikhús, þar sem hún hefur unnið með leikhúslistafólki eins og Friðgeiri Einarssyni, Árna Kristjánssyni og Kolbrúnu Björt Sigfúsdóttur hér á landi, Toneelgroep Amsterdam í Hollandi og Theater Republique í Danmörku. Hún hefur samið danshreyfingar við tónlistarmyndbönd fyrir Ásgeir Trausta og Ólaf Arnalds. Katrín hefur setið í ýmsum stjórnum og nefndum innan sviðslistana og er formaður Danshöfundafélags Íslands. Katrín er einnig menntaður hagfræðingur og vinnur sjálfstætt sem sérfræðingur og við rannsóknir.

Katrín kennir á framhaldsbraut Danslistarskóla JSB og hefur einnig kennt hjá Listdansskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og Kvikmyndaskólanum. katrin.gunnars@gmail.com www.katringunnarsdottir.com

Katrín Gunnarsdóttir katrin.gunnars@gmail.com +354 847 7175 www.katringunnarsdottir.com facebook.com/katrin.gunnarsdottir.choreographer