Starfsfólk

Rósa Rún Aðalsteinsdóttir

RosaRunBW

Rósa byraði að dansa árið 1997, þá 6 ára gömul. Hún útskrifaðist svo árið 2010 af Listdansbraut JSB með diplóma og dúx í danshönnun. Þaðan fluttist hún út til Noregs og lauk öðrum diplóma frá SFSD í Oslo sem sérhæfir sig í danshönnun og samtímadansi. Eftir það slóst hún í för með Danslistarskóla JSB og hefur kennt þar síðan. Rósa vinnur einnig sjálfstætt sem danshöfundur og hefur sett upp dansverk á sínum eigin vegum og sem danshöfundur fyrir leiksýningar og söngleiki. Hún hefur tekið þátt í ýmiskonar listrænum viðburðum, hátíðum og myndböndum bæði hér á landi og í Noregi