Starfsfólk

Sesselja G. Magnúsdóttir

Sesselja stundar nú MA nám í dansfærðum við Stokkhólmsháskóla og kennir listdanssögu við Danslistarskóla JSB. Hún lauk BA-Honours námi í dansi frá Deakin University í Melbourne 1998 að undangengnu BS-prófi í íþróttafræðum og dansi frá Kaupmannahafnarháskóla 1997 og BA-prófi í sagnfræði frá HÍ 1993. Samhliða námi og kennslu hefur Sesselja skrifað um dans í fjölmiðla og hafa birst greinar eftir hana í Tímariti Máls og Menningar og Spássíu, dansgagnrýnir í DV og Fréttablaðið og greinar í íslenskum og erlendum ráðstefnuritum. Til þessa hefur Sesselja aðallega skrifað um efni tengd listdanssögu. Sesselja hefur einnig verið þátttakandi í gerð námsskrár í dansi bæði fyrir grunn- og framhaldsskóla. Nú um stundir vinnur hún að MA ritgerð um jazzdans útfrá því hvernig hann birtist hér á Íslandi.

Sesselja hefur kennt dans fyrir yngri bekki grunnskóla bæði í Hafnafirði og Reykjavík og í frístundaheimulum á vegum Reykjavíkurborgar. Hún hefur unnið mikið í félagstörfum tengdum dansi og þá ekki síst með setu í stjórn Íslenska dansfræðafélagsins og á vegum þess verið fulltrúi Íslands í stjórn NOFOD (Nordisk forum for dansforskning). Sem stendur er hún einnig fulltrúi Íslands í Keðja, Writing Movement en það er sameiginlegt verkefni Norðurlandanna og Eystrasaltslandanni um að hvetja aukinnar umræðu og skrifa um dans.