Starfsfólk

Þórhildur Jensdóttir

IMG_8516

Þórhildur hóf dansnám sitt 5 ára gömul hjá Ballettskóla Guðbjargar Björgvins. Árið 2008 hóf hún nám við Listdansskóla Íslands og útskrifaðist þaðan af klassískri listdansbraut vorið 2013 með diplóma. Sama vor útskrifaðist hún með stúdentspróf af eðlisfræðibraut frá Menntaskólanum í Reykjavík. Í dag er Þórhildur að læra iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og stefnir á að ljúka þaðan BSc gráðu vorið 2016.

Þórhildur hefur tekið þátt í fjölda danssýninga og námskeiða. Má þar nefna nemendasýningar Listdanskóla Íslands, uppfærslur með Sinfoníuhljómsveit Íslands, dansnámskeið hjá Kramhúsinu og sumarskóla Trinity Laban í London sumarið 2015. Sumurin 2012 og 2013 dansaði hún með danshópnum Undúla Danskompaní.