Hafðu samband

Heimilisfang: Lágmúli 9, 105 Reykjavík Sími: 581-3730 Netfang: jsb@jsb.is

+354-581-3730

jsb@jsb.is

Desember póstur 🎄

Póstur Desember

Það eru að koma jól !!

Ekki láta jólin slá þig út af laginu, notum 7 daga regluna, þetta er alltaf spurningin um magnið, vera meðvituð og stýra neyslunni, þú getur það!

Ef þú ert að byrja núna á þessu námskeiði býð ég þig hjartanlega velkomna. Þú byrjar á að lesa alla póstana 1-5  til að koma þér á sporið og gott er fyrir ykkur allar að gera það, lesa alla póstana aftur til að halda sér á réttri hillu.

Margar hafa verið síðan í haust og árangurinn glæsilegur!! Hér koma nokkrar hæstu tölur frá 6. sept allar með meira en tvöfalt TT markmið!!

16kg—15.kg—12.6kg—12.0kg—10.7kg—9.6kg—9.3kg—8.7kg—7.4kg !!! Til hamingju allar með frábæran árangur.

TT markmiðið fyrir 6 vikur=1.800kg, tvöfalt markmið= 3,6kg.   Svona á að gera þetta, keppast við, hafa gaman og hugsa eins og sigurvegari!

Svör við spurningum 5 viku á síðasta námskeiði:

1. Það eru 100 he í 100 gr af soðnum eða bökuðum fiski.
2. Það eru ca 100 he í 100 gr af skinnlausri kjúklingabringu.
3. Það eru 15 he í einni matskeið af sýrðum rjóma 10% feitum.
4. Í einu sér bökuðu vínarbrauði eru 280 – 320 he.
5. Í St.Dalfor ávaxtamauki er enginn viðbættur sykur.

 Stiklum nú á stóru í TT aðferðafræðinni. Allir póstarnir verða  svo inná lokaða svæðinu ykkar í des.

1. Hiteiningar stjórna holdafarinu, næring stjórnar heilsunni.
Ef hitaeiningafjöldi er undir 2,000 á dag, eða undir 14,000 samanlagt eftir 7 daga, þá eru allar líkur á að þú léttist, hvort sem mataræðið er það sem við köllum hollt eða óhollt.
2. Það er hæfileiki en ekki galli að fitna.
Þessari staðreynd er vert að gefa gaum. Meðan heilsan er í lagi þá mun líkaminn geyma það sem við neytum umfram þörf. Til að sporna við því þarf að taka léttan dag eftir þungan.
3. Markmið eru sett fyrir hverja 7 daga.
Markmiðið fyrir hverja 7 daga er að léttast um 300 gr. Jafnvel þó að þú léttist meira en það einhverjar vikur þá er það bara bónus. TT markmiðið er alltaf 300 gr frá fyrstu vigt að lokadegi hvers námskeiðs.
Fyrir 6 vikna námskeið er það 1,8 kg.
4. Sjö-daga reglan: Summa hitaeininga fyrir 7 daga í röð.
Það er alltaf summa hitaeininganna hverja 7 daga í röð sem ræður því hvort þú náir tilætluðum árangri. Segjum að þú setjir þér það markmið að neyta u.þ.b. 1,600 he á dag.
Svo kemur dagur þar sem þú bætir við þig 800 he. Þá verður þú að draga þessar 800 he frá morgundeginum og láta þá 800 he duga fyrir þann dag til að halda stefnunni á 11,200 he fyrir hverja 7 daga.

Gullnu TT-reglurnar þrjár:
1. Brosa, drekka vatn og hugsa grönn.
Engin áætlun verður til án hugsunar. Settu þér markmið og beindu huga þínum og athygli að markmiði hverrar viku. Hugurinn er þitt sterkasta vopn. Þú hugsar grönn, þess vegna ertu ekki að maula snakk eða nammi hugsunarlaust yfir sjónvarpinu, í bílnum, eða í vinnunni, bara til að vera með. Þetta er óþarfi og vondur vani sem þú þarft að losna við. Drekktu vatn, samt ekki of mikið. Það er hægt að gera of mikið af því eins og öllu öðru. Þrjú til fjögur glös á dag er gott. Með jákvæðu hugarfari nærðu lengra. Hafðu gaman af verkefninu, trúðu á getu þína og njóttu þess að fá vilja þínum framgengt.
2. Þú mátt aldrei neita þér um neitt.
Það er mikill munur á því hvort þú neitar þér um eitthvað, eða vilt það ekki. Ekki hugsa þannig að þú sért að neita þér um nammi, eða aukabita. Það er árangursríkara að hugsa þannig að þú viljir þetta ekki núna. Þú átt eftir að finna hvað það er miklu léttara að taka þannig á málinu.
3. Þú mátt aldrei gera neitt annað en það sem þú ert sátt við.
Þú verður að vera fullkomlega sátt við það sem þú ákveður. Þú ert að borða létt og gott og sleppa óþarfa af því að þú vilt það, ekki af því að þú verðir að gera það. Finndu leið til að gera hafragrautinn góðan ef þér finnst hann ekki góður á hefðbundinn hátt (Þú getur t.d. haft hann hráan með ávöxtum ), eða fáðu þér grófa brauðsneið í staðinn.

Lestu vel og lærðu hitaeiningablaðið – A4 glósur – 

Markmið vikunnar:

• Að vera undir 2,000 he á dag næstu 7 daga (11-12 þúsund hitaeiningar samtals).
• Að mæta í ræktina 3x í vikunni.
• Að lesa og læra vikupóstinn.

Aðventan.

Ekki láta þennan tíma skemma fyrir þér árangurinn, sýndu góða stjórnun og vertu skipulögð, enda er þetta jóla-fastan er það ekki. Mundu TT reglu nr.2 🙂 Aldrei að neita þér um neitt, þú annaðhvort vilt það eða ekki. Verkefnið er að skila 300gr. á viku og þú sérð til þess að það plan standi.

Svo er bara að njóta aðventunnar sem er dásamlegur tími.

Þú getur allt sem þú vilt!!

Mundu að þú ert að gera það sem þú vilt og það er svo gaman!
Kær kveðja, Bára