Hafðu samband

Heimilisfang: Lágmúli 9, 105 Reykjavík Sími: 581-3730 Netfang: jsb@jsb.is

+354-581-3730

jsb@jsb.is

Einkaþjálfun JSB

Einkaþjálfun er frábær valkostur og hentar öllum, bæði þeim sem eru að hefja átak og hinum sem eru lengra komnir.
Fyrir þá sem eru að byrja er einkaþjálfun góð leið til að tryggja að æfingar séu gerðar rétt og settar saman á þann hátt að þjálfunin skili sem bestum árangri.
Fyrir þá sem hafa reynslu af líkamsrækt, er einkaþjálfun leið til að breyta til og kynnast nýjum æfingum sem er nauðsynlegt til að ná framförum og viðhalda áhuga. Þá er einkaþjálfun ótvírætt góður kostur fyrir fólk sem glímir við meiðsli því að einkaþjálfari hefur góð tök á því að koma í veg fyrir of mikið álag eða val á óheppilegum æfingum.

Þjálfarar JSB eru fagmenn og vita hvað þarf til að ná settum markmiðum og aðstoða við aðhald ef þess er óskað.
Þjálfarar eru menntaðir í faginu bæði sem líkamsræktarþjálfarar/kennarar og danskennarar á alþjóðavísu.

Hafið samband í síma 581-3730 eða sendið tölvupóst á netfangið jsb@jsb.is til að fá nánari upplýsingar um lausa tíma og verð. Eða sendið beint á fanney@jsb.is eða linda@lindabjorg.net

Til að nýta sér þá einkaþjálfara sem starfa hjá JSB þarf viðkomandi að vera með kort í JSB.