Hafðu samband

Heimilisfang: Lágmúli 9, 105 Reykjavík Sími: 581-3730 Netfang: jsb@jsb.is

+354-581-3730

jsb@jsb.is

TT reglur og fróðleiksmolar um hitaeiningar

Grunnreglurnar:

 • Borðum mikið grænmeti og ávexti 
 • Ekki borða sælgæti nema endrum og eins (sama á við um gosdrykki)
 • Taktu léttan dag eftir þungan
 • Drekktu vatn daglega
 • Vigtaðu þig reglulega
 • Haltu áfram að hreyfa þig
 • Veldu fitulitlar mjólkurvörur. Ekki hafa ostinn feitari en 17 % og sýrða rjómann 5%. Veldu létta mjólk og léttkotasælu. Það er ekki svokölluð “góð” fita í mjólkurvörum og þess vegna rétt að takmarka neyslu þeirra.
 • Góðar fitusýrur er hins vegar nauðsynlegar, fjölómettaðar og einómettaðar. Góð fita úr olíu eins og ólífuolíu, úr hnetum, möndlum, avókadó, laxi og silungi er okkur lífsnauðsynleg.

Fæðuflokkarnir:

 • Ávextir og ber, brauð, grænmeti, kornvörur, mjólkurvörur, fiskur, kjöt og alls kyns feitmeti.

Næringarefni fæðunnar:

 • Kolvetni, fita, prótein, vítamín, steinefni og vatn.
 • Sömu efni og líkami okkar er gerður úr.

Lítið, gott og oft!

Manneldismarkmið Íslendinga fela í sér leiðbeiningar til almennings um holla neysluhætti. Að neyta fjölbreyttrar fæðu sem kemur úr öllum fæðuflokkum, auka grænmetis- og grófmetisneyslu, minnka notkun mettaðrar fitu, sykurs og salts, sjá https://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/

BMI (Body mass index)

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin WHO hefur sett BMI viðmiðunarmörk fyrir fullorðna í kjörþyngd. Eðlilegt er að vera á bilinu 20-24,9. Þá er ofþyngd skilgreind ef stuðullinn er á bilinu 25-29,9 en offita fari hann yfir 30. Um vannæringu er hins vegar að ræða fari hann niður fyrir 18,5.

Offita:

Enginn fitnar á nokkrum dögum um 5 til 10 kíló. Offita myndast á löngum tíma. Ef við borðum og drekkum meira en við brennum breytist eitthvað af kolvetnum, fitu og próteinum í líkamsfitu. Allur matur getur því leitt til offitu ekki bara súkkulaði, snakk og gos.

Hvaða brauðmeti er æskilegt að velja?

Brauð Grömm Hitaeiningar í 100gr Fjöldi sneiða He. í sneið  
Heimilisbrauð 770gr 263 kkal c.a. 30gr sneiðin 74 Gott í hófi en frekar trefjasnautt.
Hveiti samlokubrauð (myllan) 770gr 271 kkal c.a. 30gr sneiðin 75 Aðeins spari.
Heilhveiti samlokubrauð (myllan) 770gr 263 kkal c.a. 30gr sneiðin 74 Gott í hófi en frekar trefjasnautt.
Fjölkorna samlokubrauð (myllan) 770gr 260 kkal c.a. 30gr sneiðin 75 Mælum frekar með þessu brauði er trefjaríkara og inniheldur fræ sem innihalda góða ólíu.
Orkubrauð(myllan) 500gr 224 kkal c.a. 30gr sneiðin 70 Mælum einna helst með þessu brauði útaf ríkulegu magni af fræjum sem innihalda góða ólíu og mikið magn af trefjum.
Samlokubrauð (samsölu) 500gr 243 kkal c.a. 30gr sneiðin 75 Aðeins spari
Hveiti samlokubrauð (samsölu) 500gr 241 kkal c.a. 30gr sneiðin 74 Gott í hófi en frekar trefjasnautt.
Danskt rúgbrauð (myllan) 330gr 214 kkal 7 101 Nota spari er frekar fituríkt en þó trefjaríkt.
Maltbrauð (myllan) 300gr 189 kkal 7 81 Nota spari en er trefjaríkt.
Rúgbrauð heilkorna (myllan) 310gr 214 kkal 7 95 Nota spari en er þó trefjaríkt.
Normalbrauð (myllan) 300gr 198 kkal 7 85 Mælum með þessu brauði er trefjaríkt og úr grófu hveiti.
Seytt rúgbrauð (myllan) 330gr 241 kkal 7 114 Aðeins spari
Seytt jöklabrauð (myllan) 350gr 241 kkal 7 121 Aðeins spari
Bæjara rúgkjarnabrauð (samsölu) 360gr 213 kkal 8 96 Mælum með þessu brauði er mjög trefjaríkt
Ráðskonubrauð (samsölu) 360gr 216 kkal 8 97 Mælum með þessu brauði er mjög trefjaríkt
Búsmannsbrauð (samsölu) 360gr 213 kkal 8 96 Mælum með þessu brauði er mjög trefjaríkt
Dinkelbergerbrauð (samsölu) 325gr 230 kkal 8 93 Mælum með þessu brauði er mjög trefjaríkt
Fitty kjarnabrauð (samsölu) 400gr 212 kkal 8 106 Mælum einna helst með þessu brauði útaf ríkulegu magni af fræjum sem innihalda góða ólíu og mikið magn af trefjum. Inniheldur einnig kalk.
Fitty samlokubrauð 500gr 254 kkal c.a 30gr sneiðin 77 Mælum einna helst með þessu brauði útaf ríkulegu magni af fræjum sem innihalda góða ólíu og mikið magn af trefjum. Inniheldur einnig kalk og magnísum.
Fitty brauðbollur 250gr 249 kkal 4stk 156 Meiri sykur í bollunum en brauðinu. En mælum samt með þeim.
Gufuseytt rúgbrauð (samsölu) 330gr 241 kkal 9 88 Nota spari er frekar fituríkt en þó trefjaríkt.
Maltbrauð (samsölu) 300gr 189 kkal 8 71 Mælum með þessu brauði er trefjaríkt.
Normalbrauð (samsölu) 410gr 198 kkal 8 102 Nota spari.
Bæjarasólkjarnabrauð (samsölu) 410gr 225 kkal 8 115 Mælum með þessu brauði er trefjaríkt.
Pylsubrauð (myllan) 260gr 297 kkal 5 stk 155 Nota spari innihalda mikinn sykur
Hamborgarabrauð (myllan) 115gr 297 kkal 2 stk 171 Nota spari innihalda mikinn sykur
Beyglur með kanil og rúsínum 1stk 90 gr 245 Nota spari
Pítubrauð 1stk 47,5gr 122 Nota spari
Rúnnstykki 1stk 60gr 189 Nota spari
Bruður 4stk 30gr 21,25
Flatkaka ½ kaka 45gr 110 Mælum með þeim eru steinefnaríkar og trefjaríkar
Heilhveitihorn 1stk 60gr 248
Kringla gróf 1stk 55gr 196
Kringla hvít 1stk 50gr 179
Tvíbaka 2stk 20gr 74

Hvaða álegg og sósur er æskilegt að velja?

Álegg Magn Hitaeiningar
Ostur 38% 30gr 4sneiðar úr ostaskera 124
Ostur 26% 30gr 4sneiðar úr ostaskera 105
Ostur 17% 30gr 4sneiðar úr ostaskera 82
Ostur 11% 30gr 4sneiðar úr ostaskera 78
Camembert 26% 2 msk 95
Brie 33% 2 msk 112
Rjómasmurostur 30% 2 msk 100
Smurostur 18% 2 msk 68
Kotasæla ½ lítil dós 100
Rækjusalat SS 1 msk 58
Túnfisksalat SS 1 msk 81
Skinka 20gr 1 sneið 19
Lifrarkæfa 1 msk 55
Sardínur í dós 5 stk 121
Lax grafin 100gr 181
Lax reyktur 100gr 188
Síld Lúxus í hvítlaukssósu ORA 40gr 5 bitar 138
Síld Lúxus í karrísósu ORA 40gr 5 bitar 120
Síld Lúxus í sinnepsósu ORA 40gr 5 bitar 107
Síld Lúxus í tómatssósu 40gr 5 bitar 53
Kavíar grásleppuhrogn 15gr 1msk 12
Kvíar þroskahrogn 15gr 1msk 60
Egg soðið 1 egg 87

Sósur/smjör-Verri kostur Magn He. Sósur/smjör-Skárri kostur Magn Hitae.
Smjörvi 15gr 1 msk 111 Klípa 15gr 1 msk 44
Sólblóma 65 15gr 1 msk 89 Létt og laggott 15gr 1 msk 60
Smjörlíki 15gr 1 msk 109 Létta 15gr 1 msk 56
Majónes 15gr 1 msk Lína 15gr 1 msk 60
Majónes létt Gunnars 15gr 1 msk 65 Sólblóma 40 15gr 1 msk 56
Pítusósa E.Finnsson 15gr 1 msk 98 Majónes létt Hellmans 15gr 1 msk 22
Hamborgarasósa E. Finnsson 15gr 1 msk 64 Pítusósa létt E. Finnson 15gr 1 msk 47
Kokteilsósa E.Finnson 15gr 1 msk 95 Hamborgarasósa Létt E. Finnson 15gr 1 msk 45

Snakk og Salgæti

Snakk 1 poki Hitaeiningar í 100 gr
Þykkvabæjar 470
Papriku skrúfur 396
Beikon bruður
Maruud
Salt og pipar 350gr 1800 515
Salt 350gr 1837,5 525
Papriku 350gr 1820 520
Sour cream and onion 200gr 1060 530
Pringles 200gr
Papriku 1106 553
Orignial 1112 556
Sour cream og onion 1120 560
Stjörnusnakk 90gr
Paprikur stjörnur 450 500
Osta stjörnur 450 500
Papriku skrúfur 423,9 471
Doritos
Osta 500
Chilli 500
American 505
Lays
Ostur og laukur 525
Paprika 535
Salt 530
Létt Orville örbylgjupopp 100gr 446 446
Orville örbylgupopp 100gr 518 518
Orville smjör örbylgjupopp 537 537
Popp (poppað úr 1 msk af baunum) 370
Pik nik 543
Bugles 530
Saltstangir 250gr 982,5 393

Brennsla líkamans

Meðalfjöldi hitaeininga sem líkaminn brennir á 20 mínútum við margskonar mismunandi hreyfingu

Athöfn, Fjöldi hitaeininga:

 • Eróbikk 105
 • Fótbolti 157
 • Ganga(7,5 km hraða ) 100
 • Hjólreiðar (20 km hraði) 188
 • Hlaup (12 km hraði) 245
 • Horfa á sjónvarp 18
 • Skokk (10 km hraði) 160
 • Sund (700 metrar) 150
 • Sofið 18

Eitt kíló af fituvef jafngildir um 8000 hitaeiningum. Dæmi: Guðrún þarf daglega að ganga í 40 mínútur á 7,5 km hraða í 6 vikur til að losna við eitt kíló af fitu svo framarlega sem allar aðrar forsendur haldast óbreyttar.

Nokkrar staðreyndir um mat og matarvenjur

 • Matur sem ríkur er af mettaðri fitu og salti veldur aukinni hættu á kransæðastíflu og hjartasjúkdómum.
 • Fræðimenn telja að koma megi í veg fyrir þriðjung krabbameinstilfella með því að bæta mataræði.
 • Minni líkur er á að við greinumst með krabbamein eins og ristil-, maga- og brjóstakrabbamein ef við neytum matar sem er snauður af mettaðri fitu og ríkur af trefjum og heilkorni.
 • Ofþyngd og röng samsetning fæðu veldur ekki aðeins þreytu, lágu sjálfsáliti og slæmu andlegu og líkamlegu ástandi, heldur getur það valdið hættu á hjartasjúkdómum, sykursýki, ófrjósemi og krabbameini.
 • Mataræði sem inniheldur mikið af aukaefnum, rotvarnarefnum og hvítum sykri getur valdið einbeitingarskorti, ofvirkni og árásargirni. Þessi fæða er snauð af krómi, sem skolast hefur út við vinnslu matarins. Króm er okkur nauðsynlegt því það hefur áhrif á blóðsykurstöðu líkamans.
 • Kalksnauð fæða getur valdið beinþynningu, veikum og/eða stökkum beinum.
 • Lifrin tryggir góða meltingu og upptöku lífsnauðsynlegra steinefna og vítamína. Næringarsnauður matur veldur miklu álagi á lifrina sem dregur úr góðu ásigkomulagi hennar og þar af leiðandi einstaklingsins.
 • Of mikið sykurát getur valdið því að ofgnótt af glúkósa (sykurtegund sem blóðið flytur um líkamann) berist um blóðrásina. Það getur valdið þreytu, sjóntruflunum, endurteknum sýkingum og jafnvel sykursýki.
 • Margir sérfræðingar hafa ályktað að óhollar matarvenjur, sem samanstanda af miklum sykri, mettaðri fitu og unnum mat sem er snauður af nauðsynlegum næringarefnum, hafi áhrif á frjósemi og eykur hættu á fósturmissi.
 • Ef matarvenjur eru slæmar til langtíma getur það stofnað ónæmiskerfinu í hættu og gert einstaklinginn næmari fyrir kvefi, flensum og valdið almennu heilsuleysi. Það er því nauðsynlegt að borða vítamín- og steinefnaríka fæðu daglega til að ónæmiskerfið starfi eðlilega og verndi okkur gegn sýkingum og sjúkdómum.