Hafðu samband

Heimilisfang: Lágmúli 9, 105 Reykjavík Sími: 581-3730 Netfang: [email protected]

+354-581-3730

[email protected]

JSB konurnar okkar- Þóra Gríms 🤩

FULLT NAFN:

Ég heiti Ragnheiður Þóra Grímsdóttir.

ALDUR:

Ég er fædd 0606 1948.

ATVINNA:

Ég er sérkennari og sagnaþula.

HVER ER ÞINN JSB TÍMI? :

Ég er nú í Topp Form tímum þrisvar sinnum í viku hjá JSB. Ég bý á Akranesi og hef keyrt í leikfimitíma hjá JSB þrisvar til fimm sinnum í viku síðan 2002. Þegar ég byrjaði var ég orðin allt of þétt. Ég náði af mér 18 kg á fyrsta árinu og hef haldið mér við síðan. Hjá JSB er mjög vel haldið utan um hverja konu af Báru og öllum þeim frábæru kennurum sem þar starfa. Maður er umvafinn hlýju og alúð hjá JSB og í bónus eignaðist ég þar frábærar vinkonur. Ég fann það strax að þarna vildi ég stunda mína líkamsrækt meðan ég hef afl og getu til. Kærar þakkir fyrir mig. Þóra Gríms.