COVID19

COVID-19

Í ljósi aðstæðna vegna COVID-19 faraldursins (Kórónuveiran) viljum við útskýra stuttlega hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar hjá okkur. „Við höfum tryggt að allt starfsfólk fyrirtækisins hafi ekki dvalið í þeim löndum eða svæðum sem hafa orðið hvað verst úti á síðustu vikum auk þess að veita fræðslu um helstu leiðir til þess að draga úr smiti.“ Við biðlum til þeirra viðskiptavina sem hafa dvalist á hættu svæðum að fylgja ráðleggingum Landlæknis og vera því ekki að mæta í tíma hjá okkur. Sprittstandar sem ætlaðir eru til handsótthreinsunar eru til staðar hjá okkur. Við bendum einnig á ráðleggingar Landlæknis um að handþvottur er besta forvörnin.
Tökum ábyrgð - gott er að hafa á sér sitt eigið handspritt á æfingu. Þegar nota á dýnur í hóptímasölum er gott að koma með handklæði að heiman og leggja ofan á dýnuna.
Sprittstöðvar eru ætlaðar fyrir hendur, þar sem spritt er illfáanlegt á landinu, vinsamlegast notið það ekki í annað. Við fylgjumst vel með tilmælum Landlæknis og munum endurmeta okkar viðbrögð eftir því sem frekari upplýsingar berast. Dansrækt JSB