Opna kerfið.

Vetrarkortið 49.900 kr.
Kortið gildir til 20. maí 2020

bjollumynd

Komdu þér í fantaform með 1-2-3 kerfinu okkar.

1-2-3 æfingakerfið er sniðið að þörfum þeirra sem eru oft í kapphlaupi við klukkuna og geta ekki alltaf gefið sér jafnlangan tíma í ræktinni. Við bjóðum röð af fjölbreyttum og krefjandi 30 mínútna tímum, frá morgni til kvölds, sem henta jafnt byrjendum og lengra komnum. Unnið er út frá getustigi hvers og eins þannig að hægt er að taka vel á því á eigin forsendum.

1-2-3 æfingakerfið miðast við að hver stakur tími sé sjálfstæður, þ.e. með stuttri upphitun og teygjum í lokin (Ath. inn á milli eru líka hreinir teygjutímar). Hins vegar eru tímarnir það fjölbreyttir að vel hentar að taka fleiri en einn í einu ef þannig stendur á. Það er því bæði kjörið að skjótast og taka snarpa rækt í stutta stund og líka að bæta í ef færi gefst og enda svo t.d. á góðum teygjutíma. Þitt er valið! Sjá stundatöflu

Gengið er frá greiðslu hjá afgreiðslu JSB eða með símgreiðslu í síma 581-3730. Einnig er hægt að leggja inn í heimabanka 0111-26-503717, kt 680602-4410. Skýring greiðslu opið kort. Kvittun sendist á jsb@jsb.is til staðfestingar.

Hafðu samband við afgreiðslu JSB í síma 581-3730

jsb@jsb.is
Sími 581-3730
Lágmúli 9

: