Að taka til í holdarfarinu.

Steinunn3

Eru tiltektir óyfirstíganlegar og eitthvað til að skammast sín fyrir?

Það er spennandi efni í sjónvarpinu strax eftir fréttir og þú ákveður að geyma uppþvottinn þangað til þættinum er lokið. Það á líka eftir að setja í vél og þú hafðir hugsað þér að taka flöskurnar, dósirnar og dagblöðin og setja út í bíl þannig að þú gætir farið með þetta í endurvinnslu á morgun.

Eldhúsið er eiginlega í hálfgerðri rúst því að krakkarnir ákváðu að baka köku þegar þeir komu heim úr skólanum. Frágangurinn gleymdist einhverra hluta vegna og svo þurftu allir allt í einu að gera eitthvað annað. Yfirleitt er heimilið snyrtilegt og allir leggja sitt af mörkum en núna hefur draslið náð að hrúgast upp.

Allir slá hlutum á frest einhvern tíma Það er um tvennt að velja. Taka til eða geyma draslið til morguns. Svona aðstæður kannast velflestir við. Við leggjum okkur fram við verkefni líðandi stundar en svo koma alltaf upp aðstæður þar sem við bregðumst ekki við eins og til stóð þannig að við þurfum að taka á málunum seinna og koma þeim í lag. Það koma þeir tímar hjá öllum að þeir slá hlutum á frest. Tiltektir eru geymdar til morguns eða lengur en draslið fer ekkert. Þvert á móti hefur það tilhneigingu til að hrannast upp og minna stöðugt á sig.

Að taka til í holdafarinu Sama máli gegnir með holdafarið okkar. Það sveiflast flestir til í þessum efnum eins og öðrum. Allir sem á annað borð vilja hugsa um sig þurfa stundum að bretta upp ermar og „taka til í holdafarinu“. Það þurfa ekki að vera neinar stórhreingerningar - t.d. einfaldlega að borða minna næstu daga eftir sumarbústaðahelgina og málin komast í lag.

Líttu á þetta sömu augum og hver önnur verk Það koma þó alltaf upp tilfelli þar sem þörf er á stórtækari aðgerðum þegar fitusöfnunin verður óhófleg. Ástæðurnar að baki þess geta verið margvíslegar alveg eins og þegar annars konar hlutir ná að hlaðast upp hjá okkur. Mergurinn málsins er hins vegar sá að það á hvorki að vera feimnismál né stórmál að ráðast í slíkar tiltektir. Það standa allir í einhvers konar lagfæringum af þessu tagi einhvern tíma. Ef manni fallast hendur þá eru til lausnir og leiðir sem hafa margsannað ágæti sitt. Þetta er okkar sérgrein og leyfðu okkur að rétta þér hjálparhönd við verkin ef þau eru að vefjast eitthvað fyrir þér.

Kynntu þér TT-námskeiðin hjá jsb.is

Steinunn Þorvaldsdóttir