Góð líkamsrækt eykur lífsgæði.

Góð líkamsrækt eykur lífsgæði!

Æfingakerfið okkar er hannað af dansmenntuðum líkamsræktarkennurum JSB. Það byggist á áratuga reynslu dansara og stuðlar að réttri þjálfun og uppbyggingu vöðva líkamans í því skyni að ná fram jafnvægi í styrk, þoli og liðleika ásamt fjaðurmögnun, reisn og hreyfiþroska. Líkamsrækt á það sammerkt með allri annarri rækt að hlúa þarf að verkinu til að uppskeran verði góð og vel takist til. Þar með er ekki sagt að uppvöxturinn sé leiðinlegt ferli, síður en svo! Með hverjum æfingatíma finnum við styrk, þrótt og liðleika vaxa, þannig að ferlið allt er gefandi og veitir einstaka vellíðan. Fátt jafnast á við þá gleðitilfinningu sem streymir um kroppinn eftir góðan og vel uppbyggðan tíma sem fyllir okkur öryggi um eigin getu. Þegar hugur og líkami vinna saman skapast jafnvægi, innri ró og ákveðin vissa. Við vitum hver við erum og hvers við erum megnug. Þannig skapast vellíðan sem á sér enga líka. Líkaminn er svo sannarlega undraverk og meistarastykki. Veljum líkamsræktina af sömu kostgæfni og næringuna sem á að halda okkur á lífi og við góða heilsu. Gerum okkar besta til að líkaminn geti þjónað okkur vel allan þann tíma sem við þurfum á honum að halda. Keppikeflið með JSB æfingakerfinu er að stuðla að slíkum lífsgæðum og með þeim orðum bjóðum við þig velkomna í okkar hóp.

kveðja, Bára

1102632_10201785611431683_1874381807_o