16 ára á TT 9,7 kg farin !

Áður en ég byrjaði í TT þá hefði ég aldrei trúað því að ég gæti misst 9,7 kg á sjö vikum. Áður en að námskeiðið byrjaði var ég ekki sátt með lífið, ég var feit, ég hélt að engum líkaði við mig. Oft var ég spurð að því hvað sé að. Ég vissi aldrei hvað ég átti að segja svo að ég svaraði yfirleitt “ bara” “Ég er bara þreytt“ Ég vissi að þetta var bara afsökun fyrir því að segja ekki bestu vinkonum mínum hvernig mér leið. Ég hélt að það væri ekkert sem gæti hjálpað mér. Svo var það einn daginn að ég spurði mömmu hvort að ég gæti ekki bara farið í Ultraform, einskonar geislameðferð. Ég sá inni á heimasíðunni þeirra að hægt væri að fara í grenningarmeðferð og fannst mér það bara góð hugmynd. Ekkert annað myndi duga, allt annað myndi taka svo langan tíma að það tæki því ekki að byrja. En svo sagði mamma; eigum við að skrá okkur á TT-námskeið hjá Báru? Ég hef heyrt að þau virki mjög vel og kílóin hverfa af manni. Fyrst var ég ekki að samþykkja þetta en ákvað svo að slá til og skrá mig á 16 vikna TT-námskeið. Ég hringdi sama daginn og skráði mig. Ég sé ekki eftir því. Daginn áður en að ég átti að byrja í TT missteig ég mig illa á æfingu og var í fatla í eina og hálfa viku. Á þeirri stundu hugsaði ég mér að ég gæti þetta ekki. Hvernig á ég að fara að því að missa öll þessi kíló, sem ég er með, ef ég get ekki hreyft mig.

En þegar ég mætti á fundinn til Báru þá hlýtur hún að hafa sagt einhver töfraorð því ég byrjaði að hafa trú á sjálfri mér. Hún fór að tala um árangur hjá öðrum konum og þá hugsaði ég með sjálfri mér að það yrði gaman að vera jafn dugleg og þær. Það yrði markmið mitt að leggja mig alla fram í því sem mig langaði að gera. Ég sat þó ekki ráðalaus heima hjá mér heldur dró ég mig í ræktina á hækjunum. Ég gat nú ekki verið að brenna eitthvað á hlaupabrettinu en ég gat farið í tækin, í tækjasalnum, og gert æfingar. Svona gekk þetta þangað til að ég gat byrjað að stíga í fótinn, þá fór ég að mæta í tímana og byrjaði að þjálfa eins mikið og fóturinn leyfði.

Allir hafa heyrt auglýsinguna frá Icelandair „Hugurinn ber þig aðeins hálfa leið“ Í því tilfelli er það satt en við sem erum að reyna grenna okkur og koma okkur í form, þá passar það ekki alveg. “Hugurinn ber þig nánast alla leið” passar betur. Þrátt fyrir meiðsli mín, mætti ég í alla TT tímana til að láta vigta mig. Þegar ég steig fyrst á viktina, var ég 90,4 kg. Þegar ég sá töluna leist mér ekkert á þetta því ég var cirka 23 kílóum yfir kjörþyngd. Ég ákvað að ég þyrfti að vera extra dugleg í matarræðinu, og fara eftir matarplaninu hennar Báru, fyrst ég gat ekki tekið þátt í tímum. Á fyrstu tveimur dögunum fór mér vel fram og hafði ég létts! Hverjum datt í hug að það væri hægt? Ég fylgdist með tímunum og fór á fundi, með Báru. Þegar ég var að hlusta á hana í fyrsta skiptið þá fannst mér ég eiga erfitt með að skilja allt sem hún sagði en allt þetta kvöld hugsaði ég um það sem hún sagði og þá fór allt að skírast fyrir mér. Ég fékk alveg svakalega mikla trú á sjálfri mér. Á meðan á meiðslum mínum stóð, var ég mikið á netinu og rakst á grein sem hefur veitt mér innblástur, allveg síðan þá. Ég var í skóla og var að vinna í verkefni sem fjallaði um Nelson Mandela. Þegar ég var að leita að upplýsingum um þennan snilling, fann ég þessa setningu; „It always seems impossible, until it‘s done“ Ég var ekki svo viss um hvað þetta þýddi en það veitti mér þó innblástur og þegar ég fer að efast um hluti, dettur mér þessi setning ég alltaf í hug.

Eftir fyrstu vikuna og frábæran árangur var ég orðin vongóð en svo var fyrsta helgin var framundan og ég var rosalega stressuð og reyndi að passa mig á því að borða ekki óhollan mat. Þegar ég mætti á viktina eftir helgina, hafði ég þyngst um 800 gr. En svo hef ég verið að léttast, hægt og rólega, árangurinn sýnir það. :) Matarplanið og fundirnir hjá Báru gerðu sitt gagn og ég hef mætt á hvern einasta fund, þó að hún kallaði bara inn nokkrar konur í einu. Vikan hefði ekki virkað eins, hefði ég ekki mætt, því að hún Bára hvetur þig mikið áfram. Hún skammast í okkur stundum en það skilar sér í árangri. Bára og kennarar hennar í JSB eiga allt gott skilið, þær eru yndislegar. Námskeiðið hjá Báru hefur ekki bara hjálpað mér í að létta mig og minnka fituna, heldur hefur það líka byggt upp sjálfstraustið hjá mér. Ég mæli hiklaust með því að skrá sig í TT- námskeiðið hjá henni Báru. Ég ætla pottþétt að halda áfram. Kv Klara Bjarnadóttir

.Ég vildi ekki hafa þetta stutt því þú hefur gert svo mikið fyrir mig og fannst mér að konurnar sem eru að spá í TT, viti hvað þú hefur upp á að bjóða og að þær eigi ekki að gefast upp.