Bréf Stutt og Strangt

Ég fór á TT námskeið hjá JSB fyrir 8 árum og gekk rosalega vel og náði é góðum árangri. Hætti síðan, en var alltaf á leiðinni aftur í ræktina. Ætlaði alltaf á morgun en gaf mér aldrei tíma. Þegar ég uppgötvaði að ég var orðinn styrktaraðili með því að hafa mætt einu sinni á 18 mánuðum og talan á vigtinni í stöðugri uppleið, ákvað ég að taka þetta föstum tökum. Ég sá auglýsingu um námskeið, sem heitir Stutt og strangt og dreif mig í að skrá mig. Mér leist vel á að vera í minni hóp, þar sem þjálfarinn fylgist með hverri konu. Eftir 2 vikur voru farin, 3.8 kíló (saknaði þeirra ekki) og 19 cm í ummál. Svo ætlaði ég að reyna á eigin spýtur en sá fljótlega að allt færi í fyrri horf. Samdi því við Fanney að fá að þjálfa með henni einni. Hún hvetur mann og hjálpar með matarræðið. Skammar mig þegar ég er að svindla en þegar mér finnst mér ekki ganga nógu vel, hughreystir hún mig og hvetur áfram. Ári seinna eru tugi kílóa farin og rúmir 60 cm í ummál. Ég hef þurft að endurnýja í fataskápnum og henda flestum óklæðilegum mussum. Ég veit að ég á eftir að sakna hennar, þegar leiðir okkar skilja um áramótin. En með hennar leiðarljós í farartöskunni, á ég eftir að standa mig vel. Fanney þú ert ekki bara góður þjálfari heldur líka frábær manneskja. Kveðja, Jóhanna