Bréf til Báru, 10 kg farin.

Ég er búin að vera á TT námskeiði í 10 vikur og hef misst rúmlega 10 kíló.

Ég hef farið eftir matseðlunum sem eru fjölbreyttir og uppskriftirnar mjög góðar. Reyndar eru sumir réttirnir orðnir uppáhaldsréttir fjölskyldunnar.

Þegar maður fer eftir matseðlunum verður maður ekki leiður á einhæfu mataræði eins og manni hættir til að gera þegar maður er í megrun.

Í lokuðu tímunum eru frábærir kennarar sem láta mann svitna vel en leggja þó áherslu á að engin kona geri meira en hún þolir til þess að minnka hættu á meiðslum.

Svo finnst mér nauðsynlegt að fara á fundina hennar Báru. Þó að manni finnist maður vita þetta allt saman því að það er mikið andlegt aðhald í því að mæta á fundina.

Mér finnst mikill kostur að JSB er líkamsræktarstöð eingöngu fyrir konur.

Ég ætla að halda ótrauð áfram í TT.

Kærar þakkir fyrir mig,

Ellen.