Bréf til JSB

Ég er 28 ára og fór á TT námskeið í fyrsta sinn í Janúar 2011.

Í gegnum tíðina hef ég átt allskonar tímabil í hreyfingu og mataræði. Alveg frá því að vera “öfga” dugleg yfir í að gera ekkert. Og sveiflast til þyngd með því. Það er svo skrýtið hvernig maður hættir að fylgjast með sér og missir stjórnina. Á löngum tíma missti ég einhvernvegin sjónar á þessum málum, hætti bara að trúa á hluti eins og “kjörþyngd” J Fannst ég bara ekki vera í réttri kjörhæð !

Ég vaknaði upp við þann vonda draum að ég var að nálgast 3 stafa tölu. Það fannst mér ROSALEGT! Ég sem hafði verið íþróttartýpan! Og ofan á allt þá fannst mér nýr aldurstugur nálgast óðfluga og ég “lent” í þessu, Alltof þung, reykjandi og mjög óánægð með mig. Ég tók ákvörðun- núna skildi ég ekki bíða lengur eftir rétta tímanum.

Rétti tíminn er núna !! 2011 verður mitt ár. Setti mér markmið. Eitt af því var að missa 20 kíló á árinu, Þegar ég skrifaði það fannst mér þetta fáránlegt - óraunhæft. Hætti að reykja. Seint á síðasta ári Og missti mig í mataræðinu. Borðaði bara allt sem mig langaði (og stundum langaði ekki) í. Var búin að vera í lélegu mataræði lengi en missti mig algjörlega þarna.Tók svo þessa ákvörðun og hófst handa. Skráði mig á TT námskeið og vissi ekkert á hverju ég ætti von á. Mínar væntingar voru að komast af stað í hreyfingu, Gróf upp íþróttarföt og mætti.

Á einu námskeiði missti ég meira en ég átti von á. 10.2 kg ! Fór að miklu leyti eftir mataræðinu sem var í TT möppunni og vandaði mig mikið. Mætti í alla TT tímana og lét það ganga fram yfir allt annað, Er að vinna vaktarvinnu og það var aðeins púsl en algjörlega þess virði.

Fór á annað TT námskeið í beinu framhaldi af því fyrra. Og missti á því námskeiði um 7 kg. Á 12 vikum fóru 17 kíló! Og sentimetrarnir fuku með ! Fyrir utan kílóatöluna sem er auðvitað skemmtilegt og gaman að sjá sig breytast þá græddi ég margt annað. Námskeiðin fóru langt út fyrir mínar væntingar.

Fræðslan , utanumhaldið og allt í kringum þetta námskeið og þessa líkamsræktarstöð er til fyrirmyndar. Ég hef aldrei hitt jafn hvetjandi og fært starfsfólk. Núna líður mér mun betur með mig og að vera komin af stað í rétt átt. Ekki að hugsa um það lengur- byrjuð! Ég er ekki komin í mína hæstu tölu en hlutirnir hafa gengið hratt og vel, og ég ætla að halda ótrauð áfram í nýja lífstílnum.

Mér finnst samt tvennt standa uppúr í þessu ferðalagi.

Ég er enn reyklaus og finn hvernig heilsan er að verða betri og betri. Og LÉTTARI en þegar ég reykti !! Í mörg ár sagði ég við mig að ég gæti ekki hætt því að ég væri svo hrædd um að fitna. Líkamsræktin hefur hjálpað mér mikið við löngunina. Og hugarfarið er annað. Ég hef oft “barið” mig áfram í líkamsrækt. Fundist þetta erfitt og verið neikvæð. Sjálfstraustið lítið og vorkennt mér. Og jafnvel gengið svo langt að finnast ég minna virði af því að ég var of þung !

Núna finnst mér þetta skemmtilegt, Ég nýt þess að hreyfa mig og ætla að hugsa vel um mig. Það er svo margt sem hitti algjörlega í mark hjá mér sem ég lærði í JSB. Að VELJA! Að Brosa! Að hugsa þetta öðruvísi! Og að æfa sig í þessu, tekur tíma að endurstilla sig.

Í miðju ferlinu lét ég gamlann draum rætast og fór að æfa íþrótt sem ég var í þegar ég var krakki og er því að gera tvennt, mæta í opna tíma í JSB og æfa fimleika. Merkilegt hverju maður getur komið í kring ef maður ætlar sér það. Það eru nokkrir mánuðir síðan ég hafði ENGANN tíma til þess að hreyfa mig. Ég skipulegg matinn minn og tek með mér nesti í vinnuna. Eg ætla að vera sú sem ákveð hvað ég borða.

Hlutirnir fara vel af stað. Og er ég í því ferli að finna út hvað passar fyrir mig mataræðis og hreyfingarlega séð – til langstíma. Ég ætla ekki að sprengja mig- ég ætla að vanda mig.

Takk kærlega fyrir mig,

Öll hvatningin, fræðslan og hlýja viðmótið hefur skilað mér ótrúlegum hlutum! ég vann vinnuna en hefði ekki getað þetta án ykkar.

JSB er staðurinn !