Jóhanna Sigríður

Ég er rúmlega sextug, sex barna móðir og hef varla verið í leikfimi í 25 ár, hef að vísu stundað gönguferðir en aldrei alveg markvisst. Kílóin hafa safnast á mig og slitgigt var komin í flesta liði líkamans. Ég átti erfitt með að fara inn og út úr bíl og var mjög stirð og fann til þegar ég stóð upp úr stól...

Lengi hafði ég velt því fyrir mér hvar ég gæti farið í leikfimi. Ég gat ekki hugsað mér að fara í sal með fleiri tugum þrekhjóla og hlaupabretta þar sem maður dinglar bara og fær litla sem enga leiðsögn, þannig að ég var í klípu. Lengi hafði ég þó vitað af Báru en ég vissi ekki að staðurinn hennar væri svona frábær eins og hann er.

Í lok maí s.l. sat ég heima hjá mér við eldhúsborðið og tengdadóttir mín rétti mér Fréttablaðið, sýndi mér mynd af Diddú í svarta kjólnum og sagði: "Sjáðu hvað hún er flott, þetta gætir þú gert". Þennan dag greip ég tólið strax þegar ég var komin í vinnuna og pantaði mér TT-námskeið, sem er um það bil það besta sem ég hef gert í langan tíma. JSB er sannarlega í sérflokki, það eru svo margir þættir sem sameinast í því að gera þennan stað sérstakan.

Bára sjálf vakir yfir öllu og leggur línurnar eins og henni einni er lagið. Kennararnir eru allir menntaðir hjá Báru, þeir passa upp á hverja hreyfingu hjá okkur, að allar æfingar séu rétt gerðar. Þeir áminna okkur um rétta líkamsstöðu og líkamsbeitingu. Kennararnir á TT-námskeiðunum vigta okkur og skrá vigtina og ýmist fáum við hrós eða hvatningu til að gera betur.

Bára hefur með okkur fræðslufundi, fer yfir málin og leiðbeinir um matarræði. Við lærum nýjan lífsstíl og öðlumst styrk andlega og líkamlega. Allt sem stendur í auglýsingunni frá JSB um TT-námskeiðin er satt, alla vega hefur það virkað fyrir mig. Við vitum allar að til þess að ná árangri þá verðum við að hafa svolítið fyrir því.

Ástand mitt eftir tæpa sjö mánuði er þannig að ég hef enga verki lengur, ég kemst í klassafatnað sem ég hafði ekki komist í lengi og síðast en ekki síst líður mér svo vel andlega, því gamla máltækið er í fullu gildi "Heilbrigð sál í hraustum líkama". Ég hef misst tæp 20 kg og ætla að halda áfram þar til markmiði mínu er náð.

Kæru konur, allar þið sem eruð of þungar, skráið ykkur á TT ekki bíða eins lengi og ég gerði, byrjið strax - það er þess virði.

Kærar þakkir fyrir mig,
Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir.