Kæra Bára og TT kennarar.

Þrátt fyrir að þetta sé vinnan ykkar, þrátt fyrir að þig eigið að vera til staðar og þrátt fyrir að þetta sé áhugamál og ástríða ykkar þá á ég ekki orð til að lýsa þakklæti mínu og eflaust tala ég fyrir hönd þeirra fjölmörgu kvenna sem æfa hjá ykkur og sérstaklega þeirra sem hafa náð góðum árangri.

Takk fyrir mig, án ykkar hefði mér aldrei tekist að ná eins góðum árangri og mér hefur tekist í dag. Og ég er ekki hætt. Þetta er svo gaman, ótrúlegur stuðningur, ólýsanleg hvatning og jú mikil harka! :) En ég hreinlega elska JSB og sérstaklega TT.

Bestu kveðjur, Ólöf