Léttari á vigtinni en líka í lund...

Ég byrjaði hjá Báru á TT-námskeiði núna í byrjun árs. Þá var ég 126,1 kg. og frekar vonlítil um árangur. Var búin að vera að reyna sjálf og ekkert gerðist, en ákvað að gefa þessu séns og láta reyna á þetta. Ég sé alls ekki eftir því. Með því að mæta í leikfimina og á fundi og fá þar þann stuðning sem ég þurfti, hef ég núna eftir árið misst um 33 kg. Þetta er mun meira en ég þorði að vona.

Í fyrsta skipti upplifði ég það að hreyfing getur verið skemmtileg. Mér finnst gaman að koma í leikfimina og hreyfa mig. Kennararnir eru æðislegir og allt umhverfið er mér vel að skapi. Ég setti mér t.d. markmið í sumar um að ganga á Akrafjallið mitt a.m.k einu sinni í viku og stóð við það. Rúmlega 20 fjallgöngur, á Háahnjúk, Geirmundartind og Esjuna, að baki í lok sumars. Þetta er eitthvað sem ég hefði ekki getað ímyndað mér að geta eða vilja gera, nokkrum mánuðum áður. Allt í einu var orðið gaman að hreyfa sig.

Ég er léttari á vigtinni en líka í lund, sem er ómetanlegt. Ég hef sett mér lítil markmið með verðlaunum við hver 5 kílóin. Endalaust gaman að kaupa sér nýja skó, fara í klippingu o.s.frv með þá tillfinningu að maður eigi það skilið. Stundum búin að bíða lengi (að manni fannst) eftir að ná takmarkinu og stundum styttra. Núna er þessari lotu lokið, er komin niður fyrir 100 kg. en á nýju ári hefst nýr kafli. Þá stefni ég á að komast í mína hæstu tölu. Með hjálp TT er ég viss um að það takist.....Berglind 18/12 2012