Nú eða aldrei !

Árið sem ég varð 60 ára fór ég að spá í „nú eða aldrei“ Langaði að létta mig og komast í kjólinn fyrir afmælið mitt. Ég var svo heppin að sjá „Stutt og strangt“ og kynnast henni Fanney. Ég náði af mér rúmlega 20 kílóum á tæpu ári og klæddist kjólnum í afmælinu mínu.
Ég er enn að vinna að mínu markmiði og í dag er ég í 12 vikna, stutt og strangt.
Það er auðvitað mjög erfitt að vera viku eftir viku 5 daga vikunnar, en það er eina leiðin fyrir mig.
Nú á ég 6 vikur eftir af þessu námskeiði og ákveðin í að klára það og vera alla fimm daga vikunnar, því auðvitað þarf ég að komast í kjólinn fyrir jólin! Það kemur svo bara í ljós hvaða kjól! Ég vona að Fanney verði á staðnum með bros á vör og hörkuna sína og ákveðni í að leiðrétta og þjálfa okkur rétt. Áður fyrr gekk mér illa að ná af mér aukakílóunum en með hennar aðstoðar hefur mér tekist að setja mér markmið og náð þeim. Fanney þú ert frábær. TAKK og aftur takk. Margrét Kristín Möller.