Reynslusaga, 26 ára.

Ég er 26 ára og byrjaði á mínu fyrsta TT1-námskeiði 23.ágúst 2010, ég hef aldrei verið ánægð með líkamann minn, hef alltaf verið með smá maga, mér fannst ég alltaf feit alveg frá því ég var barn þó svo að það hafi í raun bara verið vitleysa í mér. Ég var bara aldrei „tálgaða eldspítan“ , ég hef fitnað og grennst og fitnað svo aftur ofur hægt og rólega, eiginlega þannig að kílóin læddust á mig í fyrstu. Áður en ég vissi af var ég bara orðin alltof feit, ég þekkti mig varla í speglinum. Ég var með svakalega lélegt sjálfsálit, gat eiginlega ekki hugsað mér að fara í ræktina því ég var svo hrædd um að allir myndu glápa á mig og hugsa með sér...“farðu aftur uppí sófa að borða nammi feitabollan þín“. En ég reyndi, fór bæði sjálf og prófaði fjarþjálfun, hvorugt hentaði mér. Mér var orðið alvara að fara taka mig á í febrúar í fyrra og byrjaði þá í fjarþjálfun, þá léttist ég eithvað örlítið en þetta er náttúrulega ekkert aðhald, þetta er bara sjálfsagi útí gegn, þannig ég gafst upp. Yfir sumarið þyngdist ég aftur um þessi örfáu kíló sem ég missti um vorið og í ágúst var ég gjörsamlega komin með nóg!

Var sí nöldrandi um að mig langaði að gera eithvað þar til einn daginn tók mamma uppá því að skrá mig á námskeið í JSB, og ég gæti ekki verið meira þakklát. Ég hugsaði að núna væri tími til kominn að gera þetta almennilega og í eitt skipti fyrir öll. Ég mætti á fyrsta fundinn svo ótrúlega tilbúin að takast á við þetta, en þorði ekki að sjá hvað ég væri þung í fyrstu viktuninni. Ég hafði ekki viktað mig í mörg ár en fannst ég geta svona sirka giskað. Í næsta tíma á eftir fór ég í afgreiðsluna og bað um kortið mitt, fór með það inná bað og ákvað að kíkja á það þar, ég leit niður og BÚMM ég var 10kg þyngri en ég héllt að ég gæti verið í allra mesta lagi. Ég héllt að það myndi draga mig niður en ég ákvað bara að segja skíttmeðða ég get þetta alveg...þó það væri aaansi langt í land.

Ég tók fyrsta námskeiðið með trompi og fór alveg eftir matseðlinum, næstu 3 fór ég lika eftir matseðlinum að mestu en breytti stundum máltíðum en var þó alltaf innan fæðulokksins sem átti við þann dag. Á þessum 4 námskeiðum eða síðan 23.ágúst er ég búin að missa 24,8 kg og ég get ekki hugsað mér að fá þau aftur J TAKK TT og JSB ;)