Rokkað í þyngd...

Síðustu ár hef ég því miður rokkað svolítið í þyngd, oft tekið mig á en oftar en ekki bætt öllu á mig aftur.

Í fyrra vor dreif ég mig aftur af stað í ræktina eftir smá hlé og meðgöngu og skellti mér á þrjú 6 vikna TT námskeið hjá JSB og náði þar góðum árangri. Á fyrsta námskeiðinu náði ég af mér 10,6 kg og á innan við fjórum mánuðum losaði ég mig við 23,9 kg!

Ég hélt svo ótrauð áfram sjálf og náði í heildina af mér um 37kg á 10 mánuðum. Ég bætti aðeins á mig aftur um og eftir jólin og á nokkur kíló eftir í hæstu tölu svo ég er hvergi nærri hætt og ætla auðvitað að klára dæmið til enda hjá JSB.

Ég get heilshugar mælt með TT námskeiðunum þar sem kennararnir eru færir, aðhaldið er gott og skipta þá fundirnir með Báru gríðarlega miklu máli og svo er andrúmsloftið á stöðinni svo heimilislegt og gott að manni getur ekki annað en liðið vel.

Takk fyrir mig

Kveðja Erla