Póstur 2

Náðirðu markmiðum þínum fyrir síðustu viku?

Til hamingju! 🏆
Ég sé að yfir 90% náðu TT markmiði, 300 gr.frá fyrstu vigt og margar miklu meira eða alveg í rúmlega sexfalt TT markmið eða 2 kg! Glæsileg byrjun það.
Og svo koma þær Súsanna, Björg og Kristbjörg rétt á eftir með 1,9 kg! Vel gert! Nú verður spennandi að sjá hver heldur stöðunni. En ekki má gera þær kröfur að missa 2kg. á viku það er ekki raunhæft, en svona í byrjun er það bara gott og sýnir að gengið er í málin af festu. Bara tæming á maga (margir metrar af þörmum) geta skilað einu kg. en nú er að halda fast í þá tölu sem komin er í bókhaldið og ef það var meira en 300 gr. Þá er bara gott að eiga smá vara sjóð ef einhver önnur vika stendur í stað.
Árangurinn er alltaf metinn frá fyrstu tölu. Veðrið núna í byrjun janúar hefur samt sett strik í reikninginn hjá mörgum og mæting ekki alveg í topp standi þess vegna, en þá er bara að mæta oftar í viku þegar vel viðrar. Það má koma í aðra TT tíma og einnig í alla opna tíma og tækjasal til að vinna upp eða bæta við sig.
Björk, þú náðir góðu starti 1,3 kg. og þá er þín tala komin í 25,8kg. frá því að þú byrjaðir, frábær árangur og Sólveig þín tala komin í 23,6kg. og startaðir vel með 1,8kg. fyrir fyrstu vikuna núna.
Svona á að gera þetta!

Grænt eða Rautt.

Fylgstu með á kortinu þínu hvort þú færð grænt eða rautt fyrir vikuna. Ég skoða árangurinn í hverri viku og strika undir með grænu ef þú hefur náð markmiði vikunnar eða með rauðu, ef þú náðir því ekki. Mundu að það er alltaf reiknað frá fyrstu tölu, þannig að jafnvel þótt þú standir í stað þá getur verið að þú fáir samt grænt ef þú áttir inni „inneign“.

Vítamín:

Nú er kominn tími á lýsi og/ eða D vítamín C og magnesium.

Ekki gráta harðsperrur, það er alveg eðlilegt að finna fyrir eymslum í vöðvum þegar er byrjað aftur eftir frí. Gott er að nýta sér gufuna eftir tíma. Hún gerir kraftaverk, eða heitt bað heima og setja gróft salt út í baðvatnið og liggja þar í 15mín. minnst. Mundu „heilsuskotið“ okkar á barnum. Það er ótrúlegt magn af hollustu í litlu staupi af engifer, sótrónu og smá epli, auk þess örvar sem það örvar brennsluna.

Svör við spurningum síðustu viku:

1. Í einni brauðsneið með smjörva og tveimur sneiðum af osti eru u.þ.b. 197-210 he.
2. Í tveimur hrökkbrauðs sneiðum með sama áleggi eru u.þ.b. 196-200 he.
3. Í einni lítilli dós af hreinu skyri (200 gr) eru 122 he.

Hvernig eykur maður brennsluna?

Grunnbrennslan getur oft verið verulega lág hjá fólki sem hreyfir sig mjög lítið. Eina leiðin til að auka brennslu er að hreyfa sig meira. Skoðaðu alla möguleika á að auka hreyfingu í þínu daglega lífi. Taktu stigann í stað lyftu. Farðu í göngutúr í hádegishléinu eða eftir vinnu og um helgar. Taktu aukadag í ræktinni. Notaðu skrefamæli sem er skemmtilegt og hvetjandi hjálpartæki. Gott er að miða við 10 þúsund skref eða meira á dag. Margt smátt gerir eitt stórt og öll hreyfing telur.

Hver tími gerir gagn.

Eftir nokkrar vikur í ræktinn hefur grunnbrennslan aukist og þú eyðir meiri orku við hvað eina í þínu daglega lífi. Sterkir vöðvar brenna meiru en máttlitlir. Þess vegna er nauðsynlegt að gera ræktina og/eða aðra hreyfingu að lífsstíl og stunda hana reglulega – alltaf. Vítamín og bætiefni.
Ráðlegt er að taka inn lýsi, omega 3, D vitamín og kalk. Eins má bæti við sig góðgerlum fyrir þarmaflóruna, t.d. progestro.

Verkefni vikunnar.

Haltu áfram að kynna þér hitaeiningar í algengustu matvælum, lesa og læra A-4 glósublaðið um hitaeiningar sem er á lokaða svæðinu ykkar á netinu. Til að ná TT markmiði,haltu þig þá á milli1400-1600 he

Grænmeti og ávextir.
Allir ávextir innihalda u.þ.b. 50 hitaeiningar, nema banani sem inniheldur u.þ.b. 100 hitaeiningar. Öll ber u.þ.b. 50 he í 100 gr og allt grænmeti er mjög hitaeiningarsnautt (óþarfi að telja) og því kjörið sem millibiti eða álegg, t.d paprika eða eplasneiðar á hrökkbrauð.

Fita.
Öll fita er hitaeiningarík, hvort sem hún er úr dýra- eða jurtaríkinu, u.þ.b. 700 hitaeiningar í 100 gr. Fita úr jurtaríkinu, t.d. í ólífuolíu, avókadó, hnetum, möndlum og fræjum, er góður og hollur orkugjafi sem er samt ráðlegt að nota í hófi. Feitur fiskur er ríkur af omega 3 og þess vegna hollur og góður fyrir okkur, t.d. lax. Fita af kjöti er hörð og þess vegna heldur óhagstæðari og ætti að neyta í hófi. Sama máli gegnir um fitu úr mjólkurafurðum. Hins vegar er sykurinn, sem settur er í margar mjólkurafurðir, talinn neikvæðari en fitan í mjólkinni. Hreint skyr með rjóma þykir jafnvel betra.

TT matseðillinn.

TT matseðillinn inniheldur frábærar uppskriftir úr vel samsettu, hollu og góðu hráefni sem hentar allri fjölskyldunni. Uppskriftirnar miðast við 4 og er hitaeiningafjöldinn gefinn upp í hverjum skammti.

Markmið vikunnar:

• Ég ætla að mæta í ræktina 3x í vikunni.
• Ég ætla að lesa vikupóstinn.

Spurningar vikunnar:

1. Hvað get ég fengið mér mörg hrökkbrauð í staðinn fyrir eina brauðsneið, miðað við hitaeiningar?
2. Hvað eru margar hitaeiningar í einu mjólkurglasi?
3. Hvað eru margar hitaeiningar í einu glasi af undanrennu?
4. Hvað eru margar hitaeiningar í einu kókglasi?

Svör í næsta pósti.

Njóttu þess að taka málin í þínar hendur og fáðu sjálfa þig til baka!
Lífið er núna!
Þín Bára.