Kókoschiabúðingur

(fyrir 4)

Í hverjum skammti eru u.þ.b. 180 hitaeiningar og ríkulegt magn af omega 3 fitusýrum og steinefnum

Hráefni / uppskrift

  • Kókosmjólk t.d. frá Thai pride
  • 2-3 msk af chia fræum
  • 1 vel þroskað mangó
  • 4 msk kókosflögum
  • 4 til 5 dropar af Stevíu
  • Nokkrir dropar af hunangi

Aðferð

  • Hellið kókosmjólkinni úr dós í skál og hrærið saman
  • Blandið chiafræunum saman við mkjólkina og bætið sætuefnunum samanvið
  • Geymið í kæli í klukkutíma eða lengur (Gott að láta standa yfir nótt)
  • Setjið mangó í botninn á skál eða krukku og hellið kókosmjólkinni yfir og stráið kókosflögunum yfir.