Flatur ofnbakaður kjúklingur

(fyrir 4)

Í hverjum skammti eru u.þ.b. 200 til 280 hitaeiningar og ríkulegt magn af próteinum og A-vítamíni

Hráefni / uppskrift

 • Heill kjúklingur
 • Sítróna
 • Ólífuolía
 • Herbamare salt
 • Nýmalaður pipar

Aðferð

 • Takið kjúklinginn út úr ískápnum 40 mínótum áður en þið farið að matreiða og hitið ofninn
 • Skerið sítrónu í þunnar sneiðar og raðið í hring á rimlagrind fyrir ofn (þar sem þið leggið kjúklinginn)
 • Snúið bakbeininu af kjúklingnum upp frá skurðarbrettinu
 • Klippið bakbeinið af kjúklingnum og veltið honum yfir og leggið hann flatan á bretti
 • Leggið lóana saman og þrístið góðum þunga á brjóstbeinin og fletjið kjúklinginn betur út
 • Með því að fletja kjúklinginn vel út nær hann að bakast jafnt í ofninum
 • Penslið u.þ.b. einni matskeið af ólífuoliu á kjúklinginn og kryddið með Herbamare og nýmöluðum pipar
 • Bakið kjúklinginn á sítrónuhringnum á grindinni með ofn skúffu undir í 200 °C heitum ofni í 45 til 50 mínótur