Hafðu samband

Heimilisfang: Lágmúli 9, 105 Reykjavík Sími: 581-3730 Netfang: jsb@jsb.is

+354-581-3730

jsb@jsb.is

Póstur 5 2021

Póstur 5

Náðirðu markmiðum síðustu viku?

Þá ertu komin með 1,2kg fyrir 4 vikur ,og margar með tvöfalt markmið og rúmlega það með 3-4 k.Til hamingju með það! Nú ertu reynslunni ríkari og farin að gera þér grein fyrir hvernig þú stjórnar sjálf þínu holdarfari. Nú er fimmta og næst  síðasta vikan á þessu námskeiði runnin upp og um að gera að skoða bókhaldið vel.

Tvö námskeið. Þær sem eru með 10 vikur að baki núna (byrjuðu 6 sept ( eru margar með tvöfalt og þrefalt TT markmið, glæsilega gert !! og mjög góða mætingu!! til hamingju allar.!! hæstu tölur : 14.4kg–12.3kg–10.7kg–7.8kg Ótrúlega vel gert !!!

Svör við spurningum vikunnar:

1. Til að ná tvöföldu TT markmiði fyrir 6 vikur = 3,6 kg.
2. Hafragrautur lækkar blóðfitu og blóðþrýsting.
3. Í hálfri melónu eru u.þ.b. 97 hitaeiningar.
4. Í bláberjum er mikið af andoxunarefnum sem verja líkamann fyrir sjúkdómum og ótímabærri öldrun.
5. Meðalorkuþörf kvenna hér á landi er 2,300 – 2,500 orkueiningar á dag.
6. Til að léttast á 7 dögum þarftu að fara samtals undir 14,000 hitaeiningar.

Staðan í dag.

Förum nú aðeins yfir málin. Hvernig leið tíminn? Var hann langur – stuttur – leiðinlegur –skemmtilegur – erfiður? Var það rétt eða röng ákvörðun að fara á TT námskeið?
1. Náðirðu TT markmiðinu?
2. Mættir þú í tíma 3x í viku?
3. Finnur þú mun á holdafarinu?
4. Sjá aðrir mun á þér?
5. Líður þér betur líkamlega?
6. Líður þér betur andlega? Var gaman?
7. Fannst þér þú vera að fórna einhverju til að standast þetta plan?
8. Var þessum tíma vel varið?
9. Bætti þessi tími heilsuna þína að einhverju leyti?
10.Trúir þú að með því að halda svona áfram getir þú bætt heilsu þína, bæði líkamlega og andlega og þar með aukið lífsgæði þín?

Svona líður tíminn.

Eitt er víst að tíminn líður hvort sem þú hefur varið honum á TT námskeiði eða ekki. Nákvæmlega sami tími væri liðinn. Eini munurinn er sá að nú geta flestar ef ekki allar sagt að þær séu betur á sig komnar en fyrir 5 vikum! Það er jákvætt. Verjum þeim tíma sem þarf til að halda okkar besta formi.

Spurningar vikunnar:

1. Hvað eru margar hitaeiningar í 100 gr af fiski, soðnum, eða bökuðum?
2. Hvað eru margar hitaeiningar í kjúklingabringu með engu skinni?
3. Hvað eru margar hitaeiningar í einni matskeið af 10% sýrðum rjóma?
4. Hvað eru margar hitaeiningar í einu sérbökuðu vínarbrauði?
5. Í hvaða ávaxtasultu er enginn viðbættur sykur?

Ertu að fara eftir TT matseðlinum?

Þarna eru frábærar uppskriftir sem bæði þú og aðrir í fjölskyldunni geta notið. Þær eru ekki flóknar, yfirleitt fyrir fjóra og gefa upp fjölda hitaeininga í hverjum skammti.

Samanlagt hitaeiningamagn, 7 daga í röð.

Sjö daga reglan virkar alla ævi, bæði núna meðan á aðhaldi stendur og einnig þegar þú hefur náð þeim árangri sem þú stefnir að. Mundu að það skiptir ekki öllu hvað þú gerir einn og einn dag, heldur 7 daga í röð. Summa hitaeininga 7 daga í röð stjórnar því hvort þú stendur í stað, léttist, eða þyngist.
• Ef þú heldur þér undir 14 þúsund hitaeiningum 7 daga í röð eru mestar líkur á að þú léttist.

• Ef þú ferð í 14 – 16 þúsund plús eru mestar líkur á að þú standir í stað

• Ef þú ferð í 17-20 þúsund plús eru mestar líkur á að þú þyngist (2,600 – 3,000 hitaeiningar á dag)
Þú verður sem sagt að vera undir 14 þúsund hitaeiningum samtals eftir 7 daga ef þyngdartap á að eiga sér stað.

Og þá er að skoða bókhaldið;

Allar fá 10% afsl sem halda áfram í TT.

Náðirðu þér í auka afslátt?
• TT 6 vikur einfalt markmið =1.800=5% afsl.
• Tvöfalt markmið =3.6kg=5% afsl.
• 18 mætingar = 5% afsl.
Samtals getur þú unnið þér inn 15% afsl. á næsta námskeið + allar fá 10% afsl sem halda áfram.

Mæling í næstu viku miðvikudaginn 24 nóv.

Höldum áfram 3 vikur í des TT 29/11-18 /12

Lífið er núna !! njótum og höfum gaman !!!

Bára.