JSB 2020

Kæru JSB konur.

Þá er það orðið ljóst að Líkamsrækt JSB tekur pásu núna fram yfir páska.
Eftir miklar vangaveltur um tveggja metra fjarlægð osfrv. tónar það ekki alveg við kraftmikla tíma þar sem verið er að puða og svitna og tel ég að JSB sýni samfélagslega ábyrgð, þá sömu og við viljum að allir aðrir sýni til að vinna bug á þessari vá eins fljótt og vel og mögulegt er.
Við munum komast í gegn um þetta saman og allir hafa sömu ábyrgð að halda sig frá margmenni en hugsa vel um sig og sína með því að borða hollt og syngja og dansa heima, taka auka C vítamín og lýsi.
Verum bjartsýn og hugum að sálinni með einhverju skemmtilegu.
Brynna og Unnur ætla að vera með einhver skemmtilegheit á netinu til að halda ykkur við efnið, þið eruð sko ekkert búnar, þið eruð bara í LÖNGU páskafríi og STRÖNG skyldu mæting strax eftir páska.
Njótið frídaganna, í fámenni samt, og hugsið grannar og heilbrigðar.

Sjáumst hressar eftir Páska,
Bára og starfsfólk JSB.

COVID-19

Í ljósi aðstæðna vegna COVID-19 faraldursins (Kórónuveiran) viljum við útskýra stuttlega hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar hjá okkur. „Við höfum tryggt að allt starfsfólk fyrirtækisins hafi ekki dvalið í þeim löndum eða svæðum sem hafa orðið hvað verst úti á síðustu vikum auk þess að veita fræðslu um helstu leiðir til þess að draga úr smiti.“ Við biðlum til þeirra viðskiptavina sem hafa dvalist á hættu svæðum að fylgja ráðleggingum Landlæknis og vera því ekki að mæta í tíma hjá okkur. Sprittstandar sem ætlaðir eru til handsótthreinsunar eru til staðar hjá okkur. Við bendum einnig á ráðleggingar Landlæknis um að handþvottur er besta forvörnin.
Tökum ábyrgð - gott er að hafa á sér sitt eigið handspritt á æfingu. Þegar nota á dýnur í hóptímasölum er gott að koma með handklæði að heiman og leggja ofan á dýnuna.
Sprittstöðvar eru ætlaðar fyrir hendur, þar sem spritt er illfáanlegt á landinu, vinsamlegast notið það ekki í annað. Við fylgjumst vel með tilmælum Landlæknis og munum endurmeta okkar viðbrögð eftir því sem frekari upplýsingar berast. Dansrækt JSB