TT Námskeið

TT Námskeið

Fáðu sjálfa þig til baka!

 
8 vikna TT námskeið hefst þann 6.janúar

 

Kennt er kl.17:05 mán-mið-fös

Fullt aðhald í lokuðum tíma, eingöngu ætlaður TT konum. Vigtun, mæling, vikulegir matseðlar fræðslufundir  vikulegir póstar

8 vikur á 49.900kr.

-SKRÁNING HAFIN- 

 

Skráning og nánari upplýsingar á jsb@jsb.is og í síma 5813730.

Hægt er að kaupa aukalega TT þjónustu í eftirtöldum ToppForm tímum: 

  • 6:15
  • 7:15
  • 10:30

Tilvalið fyrir þær sem hafa farið á 2 eða fleiri námskeið og kjósa að æfa á morgnana.

*Aukalega TT þjónusta felur í sér vigtun, mælingu og TT matseðla og pósta á lokuðu svæði.





TT- námskeiðin eru sniðin að þörfum kvenna sem vilja losna úr vítahring óheppilegs lífsstíls. Efla styrk, þol og hreysti, verða markvissari í neysluháttum, draga úr of mikilli orkusöfnun, léttast og styrkjast andlega og líkamlega og „fá sjálfar sig til baka“. TT námskeiðin byggjast á heilbrigðri og skynsamlegri nálgun að mataræði, hreyfingu og lífsstíl sem æskilegt er að temja sér til frambúðar.

TT- hvatningarkerfið.

Hvatningarkerfið okkar hefur gefist mjög vel og orðið til þess að bæta bæði mætingu og  árangur til mikilla muna. 

Það felst í eftirfarandi:
– Þú ert alltaf með 10% afslátt þegar þú heldur áfram í TT.
– Auk þess geturðu unnið þér inn aukaafslátt með því að standast TT markmið hverrar viku.

TT – námskeiðin standa að jafnaði yfir í 6 vikur og fela í sér:
– Þrjá líkamsræktartíma í hverri viku.-
– Reglulega vigtun og ummálsmælingar.
– Sex vikna matarlista með fjölbreyttum vel samsettum og girnilegum uppskriftum sem henta allri fjölskyldunni.
– Vikulegan tölvupóst á lokuðu svæði með margvíslegum fróðleik og uppörvun.
– Hvatningarfundi eftir þörfum.

Frá toppi til táar (TT)

Gengið er frá greiðslu hjá afgreiðslu JSB í síma 581-3730.
Einnig er hægt að leggja inn í heimabanka 0111-26-503717, kt 680602-4410. 
Vinsamlegast setjið í skýringu hvaða námskeið er greitt fyrir. 
Kvittun sendist á jsb@jsb.is til staðfestingar.8.janúar