Monika Maszkiewicz-kennari

Monika Maszkiewicz-kennari

Monika æfði dans sem barn, og var m.a. í samkvæmisdansi og klassískum ballett.
Enn þann dag í dag hefur hún brennandi áhuga á hreyfingu, og hefur hún sérstakt dálæti á úthaldsþjálfun og góðum yogatímum.
Vorið 2019 útskrifaðist Monika úr Íþrótta- og heilsufræði frá Háskóla Íslands. Meðfram starfi sínu hjá JSB starfar hún sem íþróttafræðingur á dvalarheimili.
Monika hefur lokið Foamflex námskeiði og stefnir á Heilsunuddarabraut í haust. Hún hefur mikinn áhuga á söng og hefur stundað tónlistarnám bæði hérlendis og í Danmörku.