Líkamsrækt JSB
Upplýsingar
Vertu velkomin á heimasíðu Líkamsræktar JSB!
Við erum með hátt í 60 ára reynslu af líkamsrækt kvenna og bjóðum persónulega og faglega þjónustu.
Þrjú námskeið ganga allan veturinn hjá okkur - ToppForm, FitForm og TT námskeið - ásamt styttri námskeiðum og "pop-up" tímum.
TT námskeiðin okkar eru lokuð, 8 vikna námskeið - en þú getur alltaf byrjað í ToppForm eða FitForm!
Við bjóðum:
- Persónulega þjónustu þar sem vel er tekið á móti þér og starfsfólk aðstoðar þig við val á tímum og námskeiðum
- Úrval af tímum, sérsniðnum að fjölbreyttum þörfum viðskiptavina okkar
- Glæsilega aðstöðu til æfinga, fjóra hóptímasali og sal til að teygja í rólegheitum
- Vel búinn tækjasal
- Setustofu og heilsubar
- Rúmgóða og glæsilega búningsklefa með læstum skápum
- Góða sturtuklefa
- Gufubað (blautgufu) með setustofu
Vertu velkomin í okkar hóp!











Vetrartafla – haustönn 2025:
- 1. september – 21. desember
Við bjóðum upp á tíma klukkan:
- 06:15 á mánudögum, miðvikudögum & föstudögum
- 07:15 á mánudögum, miðvikudögum & föstudögum
- 08:30 á mánudögum, miðvikudögum & föstudögum
- 09:30 alla virka daga
- 10:30 alla virka daga
- 16:30 á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum & fimmtudögum
- 17:05 á mánudögum, miðvikudögum & föstudögum
- 09:00 á laugardögum
Þú finnur allar helstu upplýsingar um tímasetningar undir TÍMATAFLA hér efst á síðunni.
















