jsb_logo

Um okkur

  • shape
  • shape
Um okkur

Líkamsrækt JSB

Jazzballettskóli Báru var formlega stofnaður árið 1967 í Suðurveri við Kringlumýrarbraut í Reykjavík og hefur starfað óslitið síðan. Stofnandi skólans og fyrsti kennari var Bára Magnúsdóttir. Bára lærði í Ballettskóla Þjóðleikhússins sem barn en hélt utan til Englands á unglingsárum til frekara dansnáms við sviðslistaskólann ArtsEd – Arts Educational School í London. Í Englandi kynntist hún nýjum straumum og stefnum í listdansi þar sem hún heillaðist af jazzballettinum og Broadway söngleikjum á West End.

Árið 1965 snéri Bára heim full af eldmóði. Hún reyndi fyrir sér sem dansari eftir heimkomuna og tók þátt í ýmsum sýningum. Samhliða sýningarstörfum stóð hún fyrir námskeiðum í jazzballett fyrir börn og unglinga. Námskeiðin spurðust út og nutu fljótt mikilla vinsælda. Greinilegt var að íslenska æsku þyrsti í nýjungar á sviði tómstunda og lista. Námskeiðahaldið varð sá hvati sem lá að baki stofnunar skólans.

Fylgdu okkur á Facebook

Fylgdu okkur á Instagram

Vertu velkomin í okkar hóp!

Opnunartími Dansræktar JSB

mánudagar – miðvikudagar – föstudagar kl. 06:00-21:00
þriðjudagar – fimmtudagar kl. 09:00- 21:00
laugardagar kl. 08:45-15:00