Anna K. Norðdahl

Anna K. Norðdahl

Anna hóf feril sinn hjá JSB árið 1966 sem nemandi og hefur starfað við fyrirtækið alla tíð síðan.

Sem barn lærði hún ballet  hjá Sigríði Ármann á árunum 1962-1967. Hún byrjaði hjá Jazzballetskóla Báru árið 1966 og var þar fastur meðlimur í dansflokki JSB til ársins 1976. Á þeim tíma vann hún einnig sem kennari við skólann og varð yfirkennari JSB árið 1982. Og hefur kennt hjá skólanum í yfir 40 ár.

Anna hefur sótt ýmis dansnámskeið bæði hérlendis og erlendis m.a. hjá David Howard ballettmeistara. Hún hefur sett upp ótal dansverk og nemendasýningar hjá skólanum, á öllum sínum tíma sem danskennari við skólann.

Nú síðustu ár hefur Anna unnið snúið sér að skrifstofustörfum JSB og náði sér í réttindi “viðurkennds bókara” árið 2004 frá Háskólanum í Reykjavík. Anna er stofnfélagi í Félagi Íslenskra danskennara og sat í stjórn DÍ (Dansráð Íslands) í 10 ár. Einnig hefur hún verið í stjórn ÍD (Íslenska Dansflokksins) og FILD (Félag Íslenskra Danslistamann).