Anna K. Norðdahl-skrifstofa
Anna hóf feril sinn hjá JSB árið 1966 sem nemandi og hefur starfað við fyrirtækið alla tíð síðan.
Sem barn lærði hún ballet hjá Sigríði Ármann á árunum 1962-1967. Hún byrjaði hjá Jazzballetskóla Báru árið 1966 og var þar fastur meðlimur í dansflokki JSB til ársins 1976. Á þeim tíma vann hún einnig sem kennari við skólann og varð yfirkennari JSB árið 1982. Og hefur kennt hjá skólanum í yfir 40 ár.
Anna hefur sótt ýmis dansnámskeið bæði hérlendis og erlendis m.a. hjá David Howard ballettmeistara. Hún hefur sett upp ótal dansverk og nemendasýningar hjá skólanum, á öllum sínum tíma sem danskennari við skólann.
Nú síðustu ár hefur Anna unnið snúið sér að skrifstofustörfum JSB og náði sér í réttindi “viðurkennds bókara” árið 2004 frá Háskólanum í Reykjavík. Anna er stofnfélagi í Félagi Íslenskra danskennara og sat í stjórn DÍ (Dansráð Íslands) í 10 ár. Einnig hefur hún verið í stjórn ÍD (Íslenska Dansflokksins) og FILD (Félag Íslenskra Danslistamann).